Emil Hallfreðsson hefur undandarin tvö ár boðið ungum knattspyrnuiðkenndum í sannkallað fótboltaævintýri á sínum gömlu heimaslóðum í Verona á Ítalíu. Ferðirnar hafa notið mikilla vinsælda og eru námskeiðin fyrir næsta ár nú þegar að fyllast enda takmarkað pláss í boði.
Ítalska knattspyrnuævintýrið með Emil Hallfreðs er fyrir knattspyrnuiðkendur fædda á árunum 2010–2012. Fullt er í forskráningu en opnar almenn skráning á næstu dögum hjá EH Academy á Abler.
Knattspyrnuskólinn, sem er undir formerkjum EH Academy, fer fram við Gardavatn skammt frá borginni Verona, þar sem Emil er öllum krókum kunnugur. Hann bjó í borginni í tíu ár og þar af lék hann við góðan orðstír með liði Hellas Verona í sex ár. Emil segir ánægjulegt að geta boðið ungum íslenskum knattspyrnuiðkendum að koma á hans ítölsku heimaslóðir og njóta afrakstur atvinnumannaferils hans.
Emil vinnur námskeiðið í samstarfi með Pursue Iceland sem heldur utan um praktískt atriði og ferðaplön.
„Ég á mjög gott samband við Hellas Verona og eru þeir mér innan handar með alla þjálfun. Þar á meðal eru þjálfarar úr U18-liði félagsins, markmannsþjálfari, fitnessþjálfari og tveir knattspyrnuþjálfarar. Þar að auki fylgist aðalnjósnari yngri flokka hjá Hellas með æfingunum. Ég er með á öllum æfingum og keyri þannig tempóið upp og passa að æfingarnar fara fram alveg eins og ég vil hafa þær.“
„Ég er öllum stundum með krökkunum ásamt Pétri Óskari æskuvini mínum, aðstoðarskólastjóra og fyrrverandi leikmanni FH, ÍBV, Breiðabliks og U21 árs landsliðsins. Við stillum vikunni upp eins og hefðbundinni ítalskri æfingaviku. Þ.e við æfum mjög stíft fyrstu tvo dagana en eftir því sem líður á vikuna að þá léttum við álagið svo menn verði klárir í æfingaleikinn í lok vikunnar.“
Auk fótboltans er mjög þétt dagskrá utan vallar svo menn og konur fá að upplifa Ítalíu í sinni bestu mynd. Á dagskrá er m.a hjólreiðatúr um Gardavatn, svo eru skemmtigarðarnir Gardaland og Caneva World í næsta nágrenni ásamt borgarferð til Verona og bæjarferð til Lazise. Fyrrum liðsfélagi Emils, Argentínumaðurinn Juanito Gomez kemur og bíður uppá argentíska grillveislu og svo er margt fleira á dagskrá þessa vikuna sem á að koma á óvart.
„Í fyrra fengu tveir strákar úr hópnum boð út á reynslu hjá Hellas Verona. Þetta getur opnað dyr, þrátt fyrir að það sé ekki aðalatriði ferðarinnar. Mig langar fyrst og fremst að bjóða upp á alvöru ferð sem krakkarnir muna eftir.“
„Þetta er svolítið eins og landsliðsferðirnar, eins og þegar ég var í landsliðinu. Nema hvað að þetta er á Ítalíu. Maður mætir bara í hótelgallann, svo eru sérmerkt æfingaföt, allur þvottur er þveginn af manni á hverjum degi og sjúkraþjálfari á hverri æfingu.“
Partur af ævintýrinu er að kynnast nýjum og skemmtilegum vinum með sömu áhugamál, stíga út fyrir þægindarammann og upplifa fótboltann í sinni allra skemmtilegustu mynd. Að sjálfsögðu gildir líka ítalskur fótboltaagi sem er gott veganesti út í lífið.
Þá verður æft á fyrrum æfingasvæði Chievo Verona, liði sem keppti í Evrópudeildinni og spilaði mörg ár í Serie A en varð gjaldþrota fyrir fjórum árum. „Við gistum svo á litlu hóteli sem stendur við sjálft æfingasvæðið, sem er mikill kostur.“
Þá segir Emil jafnframt bjóða upp á æfingaferðir fyrir yngri flokka sem og meistaraflokka til Ítalíu og segir hann þær hafa heppnast einkar vel. Í sumar fóru Breiðablik, Stjarnan og FH með flokka út á þeirra vegum.
Fyrir allar nánari upplýsingar má hafa samband á [email protected] og [email protected]. Einnig koma tilkynningar inn á vefsíðu EH Academy og á emil_hallfredsson á Instagram fyrir áhugasama.
Smelltu hér ef þú vilt nálgast frekari upplýsingar um knattspyrnuævintýri EH Academy
Smelltu hér ef þú vilt nálgast frekari upplýsingar um æfingaferðir á Ítalíu
Athugasemdir