Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
   fös 12. september 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Skrifaði undir eftir að tilboði frá Palace var hafnað
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Kantmaðurinn David Brooks er búinn að gera nýjan fjögurra ára samning við Bournemouth eftir að félagið hafnaði kauptilboði í hann undir lok félagaskiptaglugga sumarsins.

Bournemouth hafnaði 8 milljónum punda frá Crystal Palace til að halda í kantmanninn sinn, sem átti á þeim tíma einungis eitt ár eftir af samningi.

Brooks er 28 ára gamall og var notaður sem varaskeifa með liðinu á síðustu leiktíð. Hann kom þó í heildina að fjórum mörkum í 33 leikjum.

Hann hefur í heildina spilað 151 leik frá komu sinni til Bournemouth fyrir sjö árum.

Brooks væri eflaust kominn með meiri spiltíma undir beltið ef ekki fyrir erfiða baráttu gegn krabbameini sem hófst 2021 og lauk í maí 2022, en eftirmálarnir hafa verið alvarlegir - bæði andlega og líkamlega.

„Ég er himinlifandi með að vera kominn með nýjan samning. Sjö árin mín hérna hafa verið mjög upp og niður en ég er spenntur fyrir framtíðinni og hlakka til að skapa nýjar minningar," sagði Brooks meðal annars við undirskriftina.

   30.08.2025 23:00
Bournemouth hafnaði 8 milljónum frá Palace



Athugasemdir
banner