Það hefur gengið afskaplega erfiðlega hjá Breiðabliki í Bestu deildinni í rúmlega tvo mánuði. Frá því að 1-4 sigur vannst á grönnunum í Stjörnunni hefur Breiðablik einungis unnið einn deildarleik. Það skal þó taka það fram að Breiðablik vann albanska liðið Egnatia í júlí sem fór langt með það að tryggja liðinu í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar og var það mjög öflugur sigur, og sætið í deildarkeppninni var svo tryggt með tveimur sigrum gegn Virtus frá San Marínó.
Í átta síðustu deildarleikjum hefur Breiðablik unnið einn leik, gert fjögur jafntefli og tapað þremur. Þriðja tapið kom gegn ÍA á útivelli í gær, 3-0 lokatölur.
Á meðan leik stóð og eftir leik lýstu stuðningsmenn Breiðabliks yfir óánægju sinni með liðið. Þá fóru einhverjir að velta því fyrir sér hvers vegna samningur Halldórs Árnasonar, þjálfara liðsins, hafi verið framlengdur fyrir mánuði síðan. Fótbolti.net ræddi við Flosa Eiríksson sem er formaður fótboltadeildar Breiðabliks.
Í átta síðustu deildarleikjum hefur Breiðablik unnið einn leik, gert fjögur jafntefli og tapað þremur. Þriðja tapið kom gegn ÍA á útivelli í gær, 3-0 lokatölur.
Á meðan leik stóð og eftir leik lýstu stuðningsmenn Breiðabliks yfir óánægju sinni með liðið. Þá fóru einhverjir að velta því fyrir sér hvers vegna samningur Halldórs Árnasonar, þjálfara liðsins, hafi verið framlengdur fyrir mánuði síðan. Fótbolti.net ræddi við Flosa Eiríksson sem er formaður fótboltadeildar Breiðabliks.
Lestu um leikinn: ÍA 3 - 0 Breiðablik
„Gengið hefur ekki verið nógu gott, við erum óánægðir með úrslitin undanfarið. Við sjáum stöðuna þannig að við erum með gott lið, góðan þjálfara og við treystum og vonum að þeir snúi þessu gengi við. Við eigum gríðarlega mikilvægan leik við ÍBV á mánudaginn sem við þurfum að vinna. Svo er úrslitakeppnin. Það er þannig að okkur hefur gengið, allavega núna síðari hluta mótsins, betur gegn liðunum í efri hlutanum en í neðri hlutanum. Eigum við ekki að vona að það verði þannig áfram í úrslitakeppninni?" segir Flosi.
Kemuru hingað og svarar Orra en svarar ekki póstinum mínum á Grænir í gegn? Látum Orra minn (og aðra sem eru ekki Blikar) bara alveg eiga sig núna. Samt, ekkert af þessu sem hann segir er nota bene “rangt”, er það?
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) September 11, 2025
Það er sýnileg óánægja stuðningsmanna með stöðuna, skilur þú þessa óánægju?
„Já, við stuðningsmenn Breiðabliks erum orðnir góðu gengi vanir og við gerum miklar kröfur. Auðvitað er óánægja með það þegar það gengur eins og hefur gengið undanfarna leiki í Bestu deildinni. Sem betur fer erum við þannig félag að menn eru alveg óhræddir að láta það í ljós."
Einn partur af gagnrýninni er þessi tímasetning á framlengingunni á samningum hans Dóra. Af hverju var verið að framlengja við hann þegar hann átti rúmlega ár eftir af samningi sínum?
„Svona samningar eru oft uppfærðir og framlengdir með einhverjum reglubundnum hætti. Við gerðum þetta með svipuðum hætti og við höfum gert með fyrri þjálfara okkar. Við töldum þetta eðlilegan tímapunkt að uppfæra og framlengja samninginn þar sem við vorum komnir langt í Evrópukeppni, og sjáum ekkert eftir því."
Eigum við að gefa fleiri nýjan samning?????
— Freyr S.N. (@fs3786) September 11, 2025
Í umfjöllun 433.is í dag var sagt frá því að ekki allir í kringum starfið hjá fótboltadeildinni hafi ekki verið með í ráðum þegar kom að framlengingu samningsins. Sagt er frá því að Alfreð Finnbogason sem er tæknilegur ráðgjafi fótboltadeildar og framkvæmdastjórinn Tanja Tómasdóttir hafi ekki verið með í ráðum. Er það rétt?
„Ég ætla ekki að fara tjá mig um það hvernig nákvæmlega við tökum ákvörðunina. Hún var bara tekin með sama hætti og hún hefur alltaf verið tekin, og allt í góðu með það. Við reynum að taka ákvarðanir með frekar vönduðum hætti."
Þú sem formaður, er eitthvað í spilamennskunni sem þú vilt sjá breytast?
„Ég vil sjá okkur spila betur, sjá okkur spila meira eins og Breiðablik."
Meiri sóknarbolti, eða hvað er að spila meira eins og Breiðablik?
„Betur en að undanförnu, við höfum ekki fundið taktinn. Ég legg ekki línurnar í taktíkinni, ég er með fólk í því, ég sé um mjög margt annað," segir formaðurinn.
Breiðablik er með 11 stig úr seinni umferðinni. Þetta er liðið sem buffaði Víking í úrslitaleik fyrir ári síðan og aftur í sumar. Engin stórvægileg meiðsli á hópnum fyrir utan Anton Loga sem hefur ekkert sýnt hvort'eð er. Hvað er í gangi?
— Hafsteinn Árnason (@h_arnason) September 11, 2025
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 21 | 12 | 4 | 5 | 52 - 33 | +19 | 40 |
2. Víkingur R. | 21 | 11 | 6 | 4 | 40 - 27 | +13 | 39 |
3. Stjarnan | 21 | 11 | 4 | 6 | 41 - 34 | +7 | 37 |
4. Breiðablik | 21 | 9 | 6 | 6 | 36 - 34 | +2 | 33 |
5. FH | 21 | 8 | 5 | 8 | 39 - 33 | +6 | 29 |
6. Fram | 21 | 8 | 4 | 9 | 30 - 29 | +1 | 28 |
7. ÍBV | 21 | 8 | 4 | 9 | 23 - 27 | -4 | 28 |
8. Vestri | 21 | 8 | 3 | 10 | 22 - 24 | -2 | 27 |
9. KA | 21 | 7 | 5 | 9 | 25 - 38 | -13 | 26 |
10. KR | 21 | 6 | 6 | 9 | 42 - 44 | -2 | 24 |
11. Afturelding | 21 | 5 | 6 | 10 | 28 - 36 | -8 | 21 |
12. ÍA | 21 | 6 | 1 | 14 | 23 - 42 | -19 | 19 |
Athugasemdir