Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
   fös 12. september 2025 10:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Siggi Hall spáir í lokaumferð Lengjudeildarinnar
Sigurður Bjartur í leik með FH í sumar.
Sigurður Bjartur í leik með FH í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hammertime.
Hammertime.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fær vöðvabólgu í úlnliðinn.
Fær vöðvabólgu í úlnliðinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Bjartur spáir því að Þróttur fari beint upp.
Sigurður Bjartur spáir því að Þróttur fari beint upp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður rosalegur dagur á morgun í íslenskum fótbolta þegar lokaumferð Lengjudeildarinnar fer fram.

Deildin hefur líklega aldrei verið meira spennandi en það eru þrjú lið í baráttu um að fara beint upp, barátta um að komast inn í umspilið og svo barátta um fall.

Sigurður Bjartur Hallsson, sóknarmaður FH, spáir í lokaumferðina sem verður æsispennandi.

Fjölnir 0 - 3 Leiknir R. (14:00 á morgun)
Það vita allir hvaða tími verður í Grafarvogi klukkan 2 á laugardaginn og það verður “Hammertime”, þar sem Dagur Ingi Hammer mun setja upp sýningu sem verður seint gleymt.

ÍR 0 - 3 Fylkir (14:00 á morgun)
Fylkismenn hafa verið heitir undanfarið og munu valta yfir ÍR-inga, sem mun verða til þess að draumur ÍR-inga um umspil verður að engu. Fylkir klára um leið sitt “great escape” og klára mótið með stæl.

Njarðvík 1 - 2 Grindavík (14:00 á morgun)
Njarðvíkingar munu koma til með að gera það sem þeim einum er lagið og klára “choke-ið” eftir að hafa leitt megnið af mótinu. Grindvíkingar flugu hátt í síðasta leik eftir að hafa sett þyrluflugmanninn Leví í markið. Adam Árni setur bæði mörk Grindvíkinga og hefur þar með betur gegn Oumar Diouck um markakóngstitilinn.

Selfoss 4 - 5 Keflavík (14:00 á morgun)
Þetta verður einhver þvælu leikur þar sem bæði lið þurfa að duga eða drepast, liðin mun skiptast á að leiða leikinn, en Keflvíkingar munu hafa betur fyrir rest. Stefán Ljubicic mun að öllum líkindum fá vöðvabólgu í úlnliðinn eftir 3 “hræru fögn”.

Þróttur R. 3 - 2 Þór (14:00 á morgun)
Auga flestra verða á þessum leik, jafntefli gerir lítið fyrir bæði lið. Úrslitaleikurinn um það hver hreppir fyrsta sætið og fær sæti í Bestu Deildinni. Venni hefur leyft Laugardalnum að dreyma undanfarið og mun gera drauminn að veruleika. Hrafn Tómasson mun að öllum líkindum eiga stórleik, bóka tvær stoðsendingar á hann í það minnsta.

Völsungur 1 - 2 HK (14:00 á morgun)
Völsungar eru farnir að sjá fyrir sér strendur Tenerife, þar sem þeir sigla lygnan sjó í deildinni. HKingar hins vegar þurfa stig til að læsa sig í umspilið og munu “vilja þetta meira”. Elfar Árni mun til öryggis setja eitt kveðjumark ef hann skyldi ákveða að hætta eftir tímabilið.

Fyrri spámenn:
Hrannar Björn (5 réttir)
Hrafnkell Freyr (4 réttir)
Júlíus Mar (4 réttir)
Galdur Guðmunds (3 réttir)
Magnús Þór (3 réttir)
Tómas Bent (3 réttir)
Adam Páls (3 réttir)
Elmar Atli (3 réttir)
Bjarki Björn (3 réttir)
Ari Sigurpáls (2 réttir)
Amin Cosic (2 réttir)
Atli Þór (2 réttir)
Arnar Laufdal (2 réttir)
Ásgeir Marteins (2 réttir)
Sævar Atli (2 réttir
Tómas Guðmunds (2 réttir)
Gummi Magg (1 réttur)
Viktor Freyr (1 réttur)
Guðjón Pétur (1 réttur)
Oliver Heiðars (1 réttur)
Elmar Kári (1 réttur)

Hér fyrir neðan má sjá stöðuna í deildinni eins og hún er núna.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 21 13 3 5 49 - 30 +19 42
2.    Þróttur R. 21 12 5 4 42 - 35 +7 41
3.    Njarðvík 21 11 7 3 47 - 25 +22 40
4.    HK 21 11 4 6 42 - 29 +13 37
5.    ÍR 21 10 7 4 37 - 25 +12 37
6.    Keflavík 21 10 4 7 49 - 38 +11 34
7.    Völsungur 21 7 4 10 36 - 48 -12 25
8.    Grindavík 21 6 3 12 38 - 58 -20 21
9.    Fylkir 21 5 5 11 32 - 31 +1 20
10.    Leiknir R. 21 5 5 11 22 - 39 -17 20
11.    Selfoss 21 6 1 14 24 - 40 -16 19
12.    Fjölnir 21 3 6 12 31 - 51 -20 15
Athugasemdir
banner