Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 12. nóvember 2019 13:00
Magnús Már Einarsson
Robertson og McTominay ekki með Skotum vegna meiðsla
Andy Robertson, Scott McTominay og Ryan Fraser hafa allir dregið sig úr skoska landsliðshópnum fyrir komandi leiki gegn Kýpur og Kasakstan í undankeppni EM.

Allir leikmennirnir hafa ákveðið að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Vinstri bakvörðurinn Robertson spilaði 90 mínútur í 3-1 sigri Liverpool á Manchester City á sunnudag en hann mun nú hvíla í landsleikjahléinu.

McTominay fór meiddur af velli í 3-1 sigri Manchester United á Brighton. McTominay meiddist á ökkla og óvíst er hvort hann nái næsta leik gegn Sheffield United þann 24. nóvember.

Graeme Shinnie og Lewis Morgan koma inn í skoska hópinn í staðinn en Kieran Tierney, vinstri bakvörður Arsenal, hafði óskað eftir að fá frí í þessu verkefni og því mun hann ekki fylla skarð Robertson.
Athugasemdir
banner
banner