Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fim 12. desember 2024 20:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enska sambandið styður við bakið á Walker
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Man City að undanförnu en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu tíu leikjum sínum í öllum keppnum.

Kyle Walker, fyrirliði liðsins, varð fyrir miklu aðkasti á samfélagsmiðlum eftir tap liðsins gegn Juventus í gær.

„Það á þetta enginn skilið," sagði Walker en hann fékk rasísk og ógeðsleg skilaboð á samfélagsmiðlum.

Man City hefur fordæmt skilaboðin og þá hefur enska fótboltasambandið sent frá sér yfirlýsingu.

„Við erum ótrúlega vonsvikin með að Kyle skuli hafa orðið fyrir svona andstyggilegri misnotkun á samfélagsmiðlum. Mismunun hvers konar er algjörlega óásættanleg," segir í yfirlýsingu frá sambandinu.

„Við styðjum öflugar aðgerðir yfirvalda og samfélagsmiðlafyrirtækja.“
Athugasemdir
banner
banner
banner