Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 13. janúar 2020 19:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elsti atvinnumaðurinn framlengir eina ferðina enn
Miura er ekki á þeim buxunum að kalla þetta gott.
Miura er ekki á þeim buxunum að kalla þetta gott.
Mynd: Getty Images
Japaninn Kazuyoshi Miura hefur skrifað undir nýjan samning við Yokohama FC. Þetta verður hans 35. tímabil sem atvinnumaður.

Fyrir um ári síðan skrifaði hann síðast undir framlengingu. Miura er 52 ára gamall og verður 53 ára í næsta mánuði.

Hann er elsti atvinnumaðurinn í knattspyrnu í heiminum og skrifar undir 12 mánaða framlengingu á samningi sínum.

Miura lék einungis þrjá leiki á liðinni leiktíð og einungis þrjár mínútur í lokaleik deildarinnar. Einhverjir bjuggust við því að það yrði hans síðasti leikur en ekki er hægt að staðfesta að hann hafi leikið sinn síðasta leik.

Miura hóf að spila með Santos árið 1986, Hann hefur spilað með Sydney í Ástralíu og Dinamo Zagreb ásamt Genoa Í Evrópu. Hann hefur því leikið í fjórum heimsálfum á ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner