Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. janúar 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daníel Leó frá í 6-8 vikur - „Fór að læra klípa í pung"
Mynd: Getty Images
„Ég hélt fyrst að þetta væri krampi en ég fór í myndatöku í gær og þetta er tognun og því verð ég frá næstu vikurnar," sagði Daníel Leó Grétarsson í viðtali í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf.

Daníel mun missa af næstu leikjum með Blackpool en hann fór meiddur af velli á níundu mínútu framlengingarinnar gegn WBA um liðna helgi. Blackpool hafði betur gegn WBA í 3. umferð ensku bikarkeppninnar og mætir Brighton í 4. umferð eftir rúma viku.

„Sjúkraþjálfarinn talar um 6-8 vikur frá. Þetta er skellur, það tekur tíma að venjast League One. Maður hefur fengið alveg nokkra olnboga og fór að læra klípa í pung eftir að hafa fengið svoleiðis."

Verið í hópi stuðningsmanna í áratug
Daníel gekk í raðir Blackpool eftir langa veru hjá Álasund í Noregi. Grindvíkingurinn ákvað að söðla um á síðasta ári og gekk í raðir Blackpool. En af hverju Blackpool?

„Ég hef fylgst lengi með Blackpool og liðið var í efstu deild árið 2010. Ég gerðist þá meðlimur í stuðningsmannahópi Blackpool og hef verið síðan, skemmtileg staðreynd. Ég fékk svo símhringingu frá þjálfaranum sem er hérna. Hann var áður þjálfari varaliðs Liverpool. Hann sagðist hafa fylgst með mér og að ég myndi henta liðinu vel, hann talaði mig til. Hugurinn fór svo aldrei neitt annað."

„Ég var búinn að vera í fimm ár hjá Álasund og fannst vera kominn tími á breytingar. Ég átti sex mánuði eftir af samningi þegar ég skrifa undir 'pre-contract' við Blackpool en svo ákváðu þeir að fá mig fyrr og kaupa mig í október,"
sagði Daníel Leó í FantasyGandalf.

Sjá einnig:
Daníel: Ómeðvitað byrjaður að axla meiri ábyrgð á vellinum eftir að hann fæddist (27. maí '20)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner