Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   mið 13. janúar 2021 10:30
Magnús Már Einarsson
Solskjær: Tilbúnir í erfiðan leik gegn Liverpool
„Þetta er frábær staða til að vera í," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eftir að liðið skellti sér á toppinn í ensku úrvalsdeildinni með 1-0 útisigri á Burnley í gærkvöldi.

Manchester United heimsækir erkifjendur sína í Liverpool í toppslag á sunnudaginn og Solskjær er spenntur fyrir þeim leik.

„Auðvitað vitum við að við erum að fara að mæta meisturunum sem hafa verið ótrúlegir síðustu þrjú og hálf tímabil. Við vitum að þetta verður erfiður leikur fyrir okkur en við erum klárir í það."

„Við hefðum ekki getað beðið um betri tíma til að spila gegn þeim því við erum í góðu formi og erum hugraðir sem er gott því að þessir strákar vilja verða betri og þetta reynir á karakterinn og gæðin hjá okkur."

„Við erum spenntir. Þetta er frábært próf til að sjá hvar við stöndum gegn góðu liði. Tímabilið er næstum því hálfnað svo þetta gefur vísbendingar um það hvar við stöndum en enginn mun muna hvernig stöðutaflan leit út 12. janúar."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner
banner