Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 13. janúar 2022 22:42
Brynjar Ingi Erluson
Aston Villa nær samkomulagi við Olsen
Robin Olsen
Robin Olsen
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa hefur náð samkomulagi við Robin Olsen, markvörð Sheffield United, en það er Fabrizio Romano sem greinir frá.

Sænski markvörðurinn er 32 ára gamall og á láni hjá Sheffield United frá Roma.

Samkvæmt Romano er Aston Villa búið að ná samkomulagi við Olsen um að hann gangi til liðs við félagið á láni frá Roma.

Sheffield United er þó ekki búið að gera upp hug sinn hvort það rifti lánssamningi hans og leyfi honum að fara til Villa.

Það ætti að koma í ljós á næstu dögum en Olsen mun berjast við Emiliano Martinez um markvarðarstöðuna.

Villa er búið að fá tvo leikmenn í þessum glugga. Philippe Coutinho kom á láni frá Barcelona á dögunum og svo gekk Lucas Digne til liðs við félagið frá Everton í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner