fim 13. janúar 2022 22:53
Brynjar Ingi Erluson
Klopp um rauða spjaldið - „Hefði frekar viljað mark"
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann hefði frekar viljað fá mark heldur en rautt spjald á Granit Xhaka í markalausa jafnteflinu gegn Arsenal í enska deildabikarnum.

Arsenal spilaði skipulagaðan varnarleik gegn pressuliði Liverpool og þrátt fyrir að vera manni færri bróðurpart leiksins tókst liðinu að ganga af Anfield með hreint lak.

Klopp segir að rauða spjaldið hafi sett pressu á lið hans til að skora í leiknum.

„Mér fannst við byrja leikinn mjög vel og leist bara ágætlega vel á þetta. Ég vildi að við myndum byrja þetta svona."

„Við hefðum klárlega kosið það að skora mark heldur en að þeir myndu fá rautt spjald. Eftir þetta augnablik var mikil pressa á okkur að skora og við þurftum að breyta aðeins til af augljósum ástæðum."

„Við gerðum nokkrar breytingar í seinni hálfleik og mér fannst þetta líta betur út. Við fengum nokkrar ákjósanlegar stöður til að skora en það var ekki nógu gott."


Seinni leikurinn fer fram á Emirates-leikvanginum eftir viku.

„Þetta er samt sem áður tveggja leikja viðureign og núna er hálfleikur. Ég man ekki eftir leik þar sem það var 0-0 í hálfleik, sama hvaða liði ég hef stýrt og hugsað að við eigum ekki möguleika. Við munum leggja okkur alla fram," sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner