Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 13. janúar 2022 21:22
Brynjar Ingi Erluson
Spænski Ofurbikarinn: Meistararnir úr leik
Athletic Bilbao er komið í úrslitaleik ofurbikarsins
Athletic Bilbao er komið í úrslitaleik ofurbikarsins
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid 1 - 2 Athletic
1-0 Unai Simon ('62 , sjálfsmark)
1-1 Yeray Alvarez ('77 )
1-2 Nicholas Williams ('81 )
Rautt spjald: Jose Gimenez, Atletico Madrid ('90)

Athletic Bilbao er komið í úrslitaleik spænska ofurbikarsins eftir 2-1 sigur á spænska meistaraliðinu Atlético Madríd í kvöld. Atlético komst yfir í leiknum en glutraði niður forystunni á síðustu fimmtán mínútunum.

Spænski markvörðurinn Unai Simon varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 62. mínútu. Atlético átti hornspyrnu sem rataði beint á kollinn á Joao Felix sem stýrði boltanum í stöngina, en vildi ekki betur til en að boltinn fór í bakið á Simon og í netið.

Bilbao snéri vörn í sókn og tókst að jafna metin með skalla frá Yeray Alvarez eftir hornspyrnu Iker Muniain áður en hinn ungi og efnilegi Nico Williams gerði sigurmarkið fjórum mínútum síðar.

Aftur var það Muniain með hornspyrnuna. Boltinn datt í teignum og fyrir Nico sem skoraði með góðu skoti.

Atlético lék manni færri síðustu sekúndurnar eftir hreint út sagt fáránlegt brot frá úrúgvæska miðverðinum Jose Gimenez sem sparkaði í höfuð Inigo Martinez.

Lokatölur 2-1 fyrir Bilbao sem er komið í úrslitaleik ofurbikarsins og mætir þar Real Madrid á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner