Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   fim 13. febrúar 2020 15:03
Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór: Græt mig ekki í svefn
Icelandair
Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalandsliðið fer í byrjun mars á æfingamót í Pinatar á Spáni þar sem liðið mætir Skotlandi, Norður Írlandi og Úkraínu. Liðið hafði síðustu 13 ár tekið þátt í Algarve Cup í Portúgal á sama tíma en bauðst ekki að vera með að þessu sinni.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan

„Þetta er svipað fyrirkomulag, við spilum þrjá leiki, sömu leikdagar og frábær aðstaða," sagði Jón Þór Hauksson þjálfari íslenska liðsins á fréttamannafundi í dag.

„Algarve er virkilega gott mót og vel staðið að hlutunum þar en ég græt mig ekkert í svefn að fara ekki með liðið þangað 13. árið í röð. Ég fór sjálfur í fyrsta skipti í fyrra og fann svolítið fyrir því að það mætti hrista upp í því og prófa eitthvað annað."

Jón Þór tilkynnti leikmannahópinn fyrir mótið í dag en þar vakti helst athygli að Natasha Anasi leikmaður Keflavíkur var í hópnum en hún fékk ríkisborgararétt í desember.

„Hún fær tækifæri til að koma innn í hópinn. Þetta er æfingamót og frábært tækifæri fyrir okkur að gefa nýjum mönnum tækifæri og prófa okkur áfram með hópinn. Þarna gefst okkur frábært tækifæri til að sjá hvernig hún kemur inn í þetta hjá okkur," sagði Jón Þór sem úrskýrði svo að Cloe Lacasse hafi ekki enn fengið keppnisleyfi hjá FIFA og kom því ekki til greina.

Berglind Rós Ágústsdóttir sem hefur verið lykilmaður hjá Fylki undanfarin ár var valin í fyrsta sinn í landsliðshópinn.

„Hún hefur staðið sig virkilega vel undanfarið, er virkilega spennandi leikmaður og okkur gefst gott tækifæri til að sjá hvernig hún passar inn í þetta hjá okkur," sagði Jón Þór.

Jón Þór var erfiður í svörum þegar hann var spurður hvaða leikmenn gáfu ekki kost á sér í verkefnið á Pinatar en sagði svo:

„Það eru einhver meiðsli, Selma Sól sleit krossband í fyrrahaust, Sif Atladóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir eru meiddar. Svo eru fleiri leikmenn sem gátu ekki komið með í þetta verkefni og spurningamerki með aðra. Það er eins og gengur í fótbolta allstaðar. En við erum mjög ánægð með þennan hóp."
Athugasemdir
banner
banner