Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 13. febrúar 2020 15:03
Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór: Græt mig ekki í svefn
Icelandair
Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalandsliðið fer í byrjun mars á æfingamót í Pinatar á Spáni þar sem liðið mætir Skotlandi, Norður Írlandi og Úkraínu. Liðið hafði síðustu 13 ár tekið þátt í Algarve Cup í Portúgal á sama tíma en bauðst ekki að vera með að þessu sinni.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan

„Þetta er svipað fyrirkomulag, við spilum þrjá leiki, sömu leikdagar og frábær aðstaða," sagði Jón Þór Hauksson þjálfari íslenska liðsins á fréttamannafundi í dag.

„Algarve er virkilega gott mót og vel staðið að hlutunum þar en ég græt mig ekkert í svefn að fara ekki með liðið þangað 13. árið í röð. Ég fór sjálfur í fyrsta skipti í fyrra og fann svolítið fyrir því að það mætti hrista upp í því og prófa eitthvað annað."

Jón Þór tilkynnti leikmannahópinn fyrir mótið í dag en þar vakti helst athygli að Natasha Anasi leikmaður Keflavíkur var í hópnum en hún fékk ríkisborgararétt í desember.

„Hún fær tækifæri til að koma innn í hópinn. Þetta er æfingamót og frábært tækifæri fyrir okkur að gefa nýjum mönnum tækifæri og prófa okkur áfram með hópinn. Þarna gefst okkur frábært tækifæri til að sjá hvernig hún kemur inn í þetta hjá okkur," sagði Jón Þór sem úrskýrði svo að Cloe Lacasse hafi ekki enn fengið keppnisleyfi hjá FIFA og kom því ekki til greina.

Berglind Rós Ágústsdóttir sem hefur verið lykilmaður hjá Fylki undanfarin ár var valin í fyrsta sinn í landsliðshópinn.

„Hún hefur staðið sig virkilega vel undanfarið, er virkilega spennandi leikmaður og okkur gefst gott tækifæri til að sjá hvernig hún passar inn í þetta hjá okkur," sagði Jón Þór.

Jón Þór var erfiður í svörum þegar hann var spurður hvaða leikmenn gáfu ekki kost á sér í verkefnið á Pinatar en sagði svo:

„Það eru einhver meiðsli, Selma Sól sleit krossband í fyrrahaust, Sif Atladóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir eru meiddar. Svo eru fleiri leikmenn sem gátu ekki komið með í þetta verkefni og spurningamerki með aðra. Það er eins og gengur í fótbolta allstaðar. En við erum mjög ánægð með þennan hóp."
Athugasemdir
banner
banner
banner