Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   fim 13. febrúar 2020 15:03
Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór: Græt mig ekki í svefn
Icelandair
Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalandsliðið fer í byrjun mars á æfingamót í Pinatar á Spáni þar sem liðið mætir Skotlandi, Norður Írlandi og Úkraínu. Liðið hafði síðustu 13 ár tekið þátt í Algarve Cup í Portúgal á sama tíma en bauðst ekki að vera með að þessu sinni.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan

„Þetta er svipað fyrirkomulag, við spilum þrjá leiki, sömu leikdagar og frábær aðstaða," sagði Jón Þór Hauksson þjálfari íslenska liðsins á fréttamannafundi í dag.

„Algarve er virkilega gott mót og vel staðið að hlutunum þar en ég græt mig ekkert í svefn að fara ekki með liðið þangað 13. árið í röð. Ég fór sjálfur í fyrsta skipti í fyrra og fann svolítið fyrir því að það mætti hrista upp í því og prófa eitthvað annað."

Jón Þór tilkynnti leikmannahópinn fyrir mótið í dag en þar vakti helst athygli að Natasha Anasi leikmaður Keflavíkur var í hópnum en hún fékk ríkisborgararétt í desember.

„Hún fær tækifæri til að koma innn í hópinn. Þetta er æfingamót og frábært tækifæri fyrir okkur að gefa nýjum mönnum tækifæri og prófa okkur áfram með hópinn. Þarna gefst okkur frábært tækifæri til að sjá hvernig hún kemur inn í þetta hjá okkur," sagði Jón Þór sem úrskýrði svo að Cloe Lacasse hafi ekki enn fengið keppnisleyfi hjá FIFA og kom því ekki til greina.

Berglind Rós Ágústsdóttir sem hefur verið lykilmaður hjá Fylki undanfarin ár var valin í fyrsta sinn í landsliðshópinn.

„Hún hefur staðið sig virkilega vel undanfarið, er virkilega spennandi leikmaður og okkur gefst gott tækifæri til að sjá hvernig hún passar inn í þetta hjá okkur," sagði Jón Þór.

Jón Þór var erfiður í svörum þegar hann var spurður hvaða leikmenn gáfu ekki kost á sér í verkefnið á Pinatar en sagði svo:

„Það eru einhver meiðsli, Selma Sól sleit krossband í fyrrahaust, Sif Atladóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir eru meiddar. Svo eru fleiri leikmenn sem gátu ekki komið með í þetta verkefni og spurningamerki með aðra. Það er eins og gengur í fótbolta allstaðar. En við erum mjög ánægð með þennan hóp."
Athugasemdir
banner