Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   mán 13. mars 2017 06:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Gunnar Birgisson semur við Gróttu
Gunnar við undirskriftina
Gunnar við undirskriftina
Mynd: Grótta
Gunnar Birgisson hefur samið við Gróttu en samningurinn er til eins árs.

Gunnar þekkir vel til Gróttu en hann ólst upp hjá félaginu.

Hann skipti svo yfir í nágrannana KR árið 2011 en þar spilaði hann aðallega með 2. flokki en Gunnar á einnig leiki með meistaraflokki KR í Reykjavíkurmótinu árið 2014.

Gunnar gekk síðan aftur til liðs við Gróttu í fyrra og spilaði hann með liðinu í 2. deildinni og Borgunarbikarnum.

Með Gróttu spilaði hann 13 leiki í 2. deildinni og skoraði 2 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner