fös 13. mars 2020 01:37
Elvar Geir Magnússon
Chelsea líka í sóttkví - Hudson-Odoi með veiruna
Callum Hudson-Odoi.
Callum Hudson-Odoi.
Mynd: Getty Images
Chelsa hefur tilkynnt að Callum Hudson-Odoi, leikmaður félagsins, hafi greinst með kórónaveiruna.

Allir þeir sem hafa komið nálægt Hudson-Odoi á æfingasvæði Chelsea undanfarna daga eru komnir í sjálfskipaða sóttkví. Um er að ræða leikmannahóp Chelsea, þjálfaralið og starfsmenn.

Chelsea hefur lokað hluta af æfingasvæði sínu tímabundið.

Búið er að fresta leik Brighton og Arsenal þar sem Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er með kórónaveiruna. Lið Arsenal er í sóttkví.

Á föstudagsmorgun verður enska úrvalsdeildin með neyðarfund en fastlega er búist við því að deildinni verði frestað. Chelsea átti að leika gegn Aston Villa um helgina.


Athugasemdir
banner
banner
banner