Franski miðillinn SportsZone heldur því fram að franski landsliðsmiðvörðurinn Ibrahima Konate vilji heldur fara til Paris Saint-Germain í sumar en að framlengja við Liverpool.
Konate hefur verið einn af bestu mönnum Liverpool síðustu ár og myndað eitt besta miðvarðarpar heims með Virgil van Dijk.
Frakkinn verður samningslaus á næsta ári en hann hefur sjálfur greint frá því að hafa fengið samningstilboð frá Liverpool. Hann heldur þó öllu opnu og er óvíst hvort hann sé reiðubúinn að framlengja.
SportsZone segir að hugur Konate leitar til Paris Saint-Germain í heimalandinu og er eini möguleikinn fyrir LIverpool að fá eitthvað fyrir hann með því að selja hann í sumar.
Liverpool hefur samt ekki gefið upp alla von. Félagið er að undirbúa nýtt og endurbætt samningstilboð og munu hans mál skýrast betur þegar nær dregur sumri.
Þetta yrði mikið högg fyrir Liverpool sem er enn að reyna sannfæra þá Mohamed Salah, Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk um að vera áfram, en allir þrír renna út á samningi í sumar.
Athugasemdir