Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   lau 13. apríl 2024 21:49
Sölvi Haraldsson
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Góð úrslit. Það er mikilvægt að komast áfram í bikarnum. Við skoruðum fullt af mörkum og strákarnir stóðu sig vel. Við vildum skora fleiri mörk og vorum auðvitað smá pirraðir að fá mark á okkur en það er bara eins og það er. Við erum komnir áfram og það er það sem skiptir máli.“ sagði Marc McAusland, fyrirliði ÍR-inga, eftir 7-1 sigur liðsins á KV í dag í Vesturbænum. 


Lestu um leikinn: KV 1 -  7 ÍR

ÍR skoruðu alls 7 mörk í dag en Marc var mjög sáttur með frammistöðu liðsins. 

Þetta er eitthvað sem við viljum taka með okkur inn í tímabilið.“ sagði Skotinn. 

ÍR-ingar hafa átt fantagóðan vetur og gott undirbúningstímabil. Breiðhyltingar hafa unnið lið eins og Fram og Fylki í Lengjubikarnum og skorað fullt af flottum mörkum.

Ég er ánægður með veturinn. Við höfum náð í mörg góð úrslit. Við höfum spilað gegn nokkrum Bestu deildarliðum og staðið okkur vel gegn þeim. Þetta er búið að vera mjög jákvætt undirbúningstímabil hjá okkur.

Marc spilaði allan leikinn í dag en hann hefur verið að glíma við meiðsli í vetur og missti af nokkrum leikjum í Lengjubikarnum áður en liðið fór í æfingarferð til Tenerife í byrjun apríl.

Mér líður vel í dag. Ég er kominn í 100% stand núna og líður mjög vel. Ég fékk smá högg í hnéð gegn Fram þannig ég ákvað að taka enga sénsa með það. En ég æfði 100% úti á Tenerife, spilaði allan leikinn þar gegn Þór A. og spilaði í 90 mínútur í dag. Mér líður mjög vel og allt er á réttri leið.“

Marc McAusland skrifaði undir hjá ÍR fljótlega eftir seinasta tímabil en hann elskar lífið hjá ÍR.

Lífið er gott í ÍR. Strákarnir hafa tekið á móti mér með opnum örmum og mér líður vel hérna. Þetta er góður og ungur hópur. Þeir eru allir í standi og með mjög góðan húmor en ég er njóta þess að vera hérna. Ég elska líka að spila undir stjórn Árna og Jóa. Ég get bara ekki beðið eftir að tímabilið byrji.“ sagði Marc McAusland, fyrirliði ÍR-inga, eftir 7-1 sigur ÍR á KV í Mjólkurbikarnum í dag.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner