Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
Ungstirnið nýtur þess að spila með Fram - „Ekki til betri tilfinning fyrir mig"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Lét Ryder heyra það eftir leik
Sveinn Margeir ósammála Mána: Geggjað tækifæri í námi og fótbolta
Viðar Örn: Heyri fullt af hlutum um mig og í svona 98% tilvika er það kjaftæði
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
Góð innkoma hjá Viðari - „Sér hlutina á háu leveli"
Sindri Kristinn: Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu
„Leikmaðurinn var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu"
Daníel Hafsteins: Væri fínt ef ég væri alltaf haltur
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Siggi Höskulds: Komum með aðeins breytt leikplan
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Hemmi Hreiðars: Oliver hefði frekar átt að fá víti en seinna gula
Davíð Smári: Að hafa hugrekkið til að spila gegn besta liði landsins
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
   lau 13. apríl 2024 21:49
Sölvi Haraldsson
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Góð úrslit. Það er mikilvægt að komast áfram í bikarnum. Við skoruðum fullt af mörkum og strákarnir stóðu sig vel. Við vildum skora fleiri mörk og vorum auðvitað smá pirraðir að fá mark á okkur en það er bara eins og það er. Við erum komnir áfram og það er það sem skiptir máli.“ sagði Marc McAusland, fyrirliði ÍR-inga, eftir 7-1 sigur liðsins á KV í dag í Vesturbænum. 


Lestu um leikinn: KV 1 -  7 ÍR

ÍR skoruðu alls 7 mörk í dag en Marc var mjög sáttur með frammistöðu liðsins. 

Þetta er eitthvað sem við viljum taka með okkur inn í tímabilið.“ sagði Skotinn. 

ÍR-ingar hafa átt fantagóðan vetur og gott undirbúningstímabil. Breiðhyltingar hafa unnið lið eins og Fram og Fylki í Lengjubikarnum og skorað fullt af flottum mörkum.

Ég er ánægður með veturinn. Við höfum náð í mörg góð úrslit. Við höfum spilað gegn nokkrum Bestu deildarliðum og staðið okkur vel gegn þeim. Þetta er búið að vera mjög jákvætt undirbúningstímabil hjá okkur.

Marc spilaði allan leikinn í dag en hann hefur verið að glíma við meiðsli í vetur og missti af nokkrum leikjum í Lengjubikarnum áður en liðið fór í æfingarferð til Tenerife í byrjun apríl.

Mér líður vel í dag. Ég er kominn í 100% stand núna og líður mjög vel. Ég fékk smá högg í hnéð gegn Fram þannig ég ákvað að taka enga sénsa með það. En ég æfði 100% úti á Tenerife, spilaði allan leikinn þar gegn Þór A. og spilaði í 90 mínútur í dag. Mér líður mjög vel og allt er á réttri leið.“

Marc McAusland skrifaði undir hjá ÍR fljótlega eftir seinasta tímabil en hann elskar lífið hjá ÍR.

Lífið er gott í ÍR. Strákarnir hafa tekið á móti mér með opnum örmum og mér líður vel hérna. Þetta er góður og ungur hópur. Þeir eru allir í standi og með mjög góðan húmor en ég er njóta þess að vera hérna. Ég elska líka að spila undir stjórn Árna og Jóa. Ég get bara ekki beðið eftir að tímabilið byrji.“ sagði Marc McAusland, fyrirliði ÍR-inga, eftir 7-1 sigur ÍR á KV í Mjólkurbikarnum í dag.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner