Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
   lau 13. apríl 2024 21:49
Sölvi Haraldsson
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Góð úrslit. Það er mikilvægt að komast áfram í bikarnum. Við skoruðum fullt af mörkum og strákarnir stóðu sig vel. Við vildum skora fleiri mörk og vorum auðvitað smá pirraðir að fá mark á okkur en það er bara eins og það er. Við erum komnir áfram og það er það sem skiptir máli.“ sagði Marc McAusland, fyrirliði ÍR-inga, eftir 7-1 sigur liðsins á KV í dag í Vesturbænum. 


Lestu um leikinn: KV 1 -  7 ÍR

ÍR skoruðu alls 7 mörk í dag en Marc var mjög sáttur með frammistöðu liðsins. 

Þetta er eitthvað sem við viljum taka með okkur inn í tímabilið.“ sagði Skotinn. 

ÍR-ingar hafa átt fantagóðan vetur og gott undirbúningstímabil. Breiðhyltingar hafa unnið lið eins og Fram og Fylki í Lengjubikarnum og skorað fullt af flottum mörkum.

Ég er ánægður með veturinn. Við höfum náð í mörg góð úrslit. Við höfum spilað gegn nokkrum Bestu deildarliðum og staðið okkur vel gegn þeim. Þetta er búið að vera mjög jákvætt undirbúningstímabil hjá okkur.

Marc spilaði allan leikinn í dag en hann hefur verið að glíma við meiðsli í vetur og missti af nokkrum leikjum í Lengjubikarnum áður en liðið fór í æfingarferð til Tenerife í byrjun apríl.

Mér líður vel í dag. Ég er kominn í 100% stand núna og líður mjög vel. Ég fékk smá högg í hnéð gegn Fram þannig ég ákvað að taka enga sénsa með það. En ég æfði 100% úti á Tenerife, spilaði allan leikinn þar gegn Þór A. og spilaði í 90 mínútur í dag. Mér líður mjög vel og allt er á réttri leið.“

Marc McAusland skrifaði undir hjá ÍR fljótlega eftir seinasta tímabil en hann elskar lífið hjá ÍR.

Lífið er gott í ÍR. Strákarnir hafa tekið á móti mér með opnum örmum og mér líður vel hérna. Þetta er góður og ungur hópur. Þeir eru allir í standi og með mjög góðan húmor en ég er njóta þess að vera hérna. Ég elska líka að spila undir stjórn Árna og Jóa. Ég get bara ekki beðið eftir að tímabilið byrji.“ sagði Marc McAusland, fyrirliði ÍR-inga, eftir 7-1 sigur ÍR á KV í Mjólkurbikarnum í dag.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner