Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   lau 13. apríl 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Verður ekki með gegn Man Utd
Mynd: Getty Images
Bandaríski miðjumaðurinn Tyler Adams verður ekki klár í slaginn með Bournemouth gegn Manchester United á Vitality-leikvanginum í dag.

Þessi 25 ára gamli leikmaður hefur lítið verið með á þessu tímabili vegna meiðsla.

Hann hefur aðeins verið fjórum sinnum í hóp á tímabilinu og spilað tvisvar, en hann spilaði 19 mínútur gegn Luton og lék þá allan leikinn gegn Everton.

Hann hefur misst af síðustu tveimur leikjum og er nú staðfest að hann verði ekki með gegn Man Utd í dag.

Adams hefur verið í vandræðum með bakmeiðsli en ekki er kominn tímarammi á endurkomu hans á völlinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner