Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   sun 13. apríl 2025 20:07
Haraldur Örn Haraldsson
Maggi: Þurfum að vera grimmari þegar við erum að sækja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar var svekktur með að taka ekki sigurinn en var ánægður með fyrsta stig þeirra í efstu deild eftir að þeir gerðu 0-0 jafntefli við ÍBV.


Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  0 ÍBV

„Við vildum meira í dag. Við vorum fínir varnarlega, fínt að ná að halda hreinu en við þurfum að vera skarpari sóknarlega og skapa okkur meir, og gera meira á síðasta þriðjung."

Eins og við má búast í 0-0 jafntefli var sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska í dag. Afturelding hefur oft spilað góðan sóknarleik og það er gír sem þeir þurfa að komast í aftur.

„Við þurfum að vera aðeins hugrakkari. Við höfum skorað mikið af mörgum undanfarin ár, og í vetur, í aðdraganda þessa móts. Við erum vanir því að skapa okkur og skora. Þannig við þurfum að finna það, fá aðeins meira flæði í sóknarleikinn og vera aðeins hugrakkari, vera grimmari þegari við erum að sækja. Það er bara eitthvað sem við munum fara yfir á æfingasvæðinu á næstu dögum, hvernig við getum búið til fleiri færi og skorað fleiri mörk."

Elmar Kári er búinn að vera í meiðslavandræðum en kom inná í dag. Hann er lykilmaður í liðinu og Afturelding þarf á honum að halda í byrjunarliðinu.

„Elmar kom flottur inná í dag og hann fer bara vaxandi. Hann lenti í erfiðum meiðslum sem hann er búinn að vera duglegur í að vinna sig upp úr. Hann er kominn á fleygiferð núna, byrjaður að æfa á fullu og kom inná í fyrsta leiknum, svo aftur í dag. Hann er vaxandi og verður bara betri eftir því sem líður á mótið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner