Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   mán 13. maí 2019 22:08
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Vissum að þetta yrði erfitt
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús þjálfari Keflavíkur
Gunnar Magnús þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík er án stiga á botni Pepsi Max deildar kvenna eftir 3 umferðir en liðið þurfti að lúta í gras gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Breiðabliks á heimavelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Breiðablik

„Við vissum alveg að þetta yrði erfitt það var deginum ljósara og stelpurnar voru að leggja sig vel fram og ég er bara virkilega stoltur af þeirra frammistöðu.“

Sagði Gunnar um leik sinna kvenna í kvöld.

Breiðablik fékk vítaspyrnu í stöðunni 0-3 en Katrín Hanna góður markvörður Keflavíkur gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Öglu Maríu Albertsdóttur. Hvernig horfði vítadómurinn við Gunnari sem fékk að líta gula spjaldið fyrir mótmæli í kjölfarið?

„Mér fannst bara klárlega vera brotið á Natöshu fyrst, hún er að skýla boltanum og eins og það horfir við mér þá rífur hún hana bara niður og hún (Natasha) gerir það sama á móti en það er dæmt á okkur en ekki þær.“

Sveindís Jane lykilmaður í sóknarleik Keflavíkur var fjarverandi í dag eftir höfuðhögg sem hún fékk í leik gegn ÍBV í síðustu viku.
Hvenær er hún væntanleg aftur?

„Ég þori ekki að segja það við eigum leik aftur á þriðjudag gegn Selfossi og það verður bara að koma í ljós, ég veit ekki hvort maður þorir að tefla henni fram því maður á ekki að taka neinar áhættur með svona höfuðmeiðsli.“

Sagði Gunnar Magnús en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner