Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   mán 13. maí 2019 22:08
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Vissum að þetta yrði erfitt
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús þjálfari Keflavíkur
Gunnar Magnús þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík er án stiga á botni Pepsi Max deildar kvenna eftir 3 umferðir en liðið þurfti að lúta í gras gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Breiðabliks á heimavelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Breiðablik

„Við vissum alveg að þetta yrði erfitt það var deginum ljósara og stelpurnar voru að leggja sig vel fram og ég er bara virkilega stoltur af þeirra frammistöðu.“

Sagði Gunnar um leik sinna kvenna í kvöld.

Breiðablik fékk vítaspyrnu í stöðunni 0-3 en Katrín Hanna góður markvörður Keflavíkur gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Öglu Maríu Albertsdóttur. Hvernig horfði vítadómurinn við Gunnari sem fékk að líta gula spjaldið fyrir mótmæli í kjölfarið?

„Mér fannst bara klárlega vera brotið á Natöshu fyrst, hún er að skýla boltanum og eins og það horfir við mér þá rífur hún hana bara niður og hún (Natasha) gerir það sama á móti en það er dæmt á okkur en ekki þær.“

Sveindís Jane lykilmaður í sóknarleik Keflavíkur var fjarverandi í dag eftir höfuðhögg sem hún fékk í leik gegn ÍBV í síðustu viku.
Hvenær er hún væntanleg aftur?

„Ég þori ekki að segja það við eigum leik aftur á þriðjudag gegn Selfossi og það verður bara að koma í ljós, ég veit ekki hvort maður þorir að tefla henni fram því maður á ekki að taka neinar áhættur með svona höfuðmeiðsli.“

Sagði Gunnar Magnús en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner