Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   mán 13. maí 2019 22:08
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Vissum að þetta yrði erfitt
Gunnar Magnús þjálfari Keflavíkur
Gunnar Magnús þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík er án stiga á botni Pepsi Max deildar kvenna eftir 3 umferðir en liðið þurfti að lúta í gras gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Breiðabliks á heimavelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Breiðablik

„Við vissum alveg að þetta yrði erfitt það var deginum ljósara og stelpurnar voru að leggja sig vel fram og ég er bara virkilega stoltur af þeirra frammistöðu.“

Sagði Gunnar um leik sinna kvenna í kvöld.

Breiðablik fékk vítaspyrnu í stöðunni 0-3 en Katrín Hanna góður markvörður Keflavíkur gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Öglu Maríu Albertsdóttur. Hvernig horfði vítadómurinn við Gunnari sem fékk að líta gula spjaldið fyrir mótmæli í kjölfarið?

„Mér fannst bara klárlega vera brotið á Natöshu fyrst, hún er að skýla boltanum og eins og það horfir við mér þá rífur hún hana bara niður og hún (Natasha) gerir það sama á móti en það er dæmt á okkur en ekki þær.“

Sveindís Jane lykilmaður í sóknarleik Keflavíkur var fjarverandi í dag eftir höfuðhögg sem hún fékk í leik gegn ÍBV í síðustu viku.
Hvenær er hún væntanleg aftur?

„Ég þori ekki að segja það við eigum leik aftur á þriðjudag gegn Selfossi og það verður bara að koma í ljós, ég veit ekki hvort maður þorir að tefla henni fram því maður á ekki að taka neinar áhættur með svona höfuðmeiðsli.“

Sagði Gunnar Magnús en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner