Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 13. maí 2019 22:08
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Vissum að þetta yrði erfitt
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús þjálfari Keflavíkur
Gunnar Magnús þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík er án stiga á botni Pepsi Max deildar kvenna eftir 3 umferðir en liðið þurfti að lúta í gras gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Breiðabliks á heimavelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Breiðablik

„Við vissum alveg að þetta yrði erfitt það var deginum ljósara og stelpurnar voru að leggja sig vel fram og ég er bara virkilega stoltur af þeirra frammistöðu.“

Sagði Gunnar um leik sinna kvenna í kvöld.

Breiðablik fékk vítaspyrnu í stöðunni 0-3 en Katrín Hanna góður markvörður Keflavíkur gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Öglu Maríu Albertsdóttur. Hvernig horfði vítadómurinn við Gunnari sem fékk að líta gula spjaldið fyrir mótmæli í kjölfarið?

„Mér fannst bara klárlega vera brotið á Natöshu fyrst, hún er að skýla boltanum og eins og það horfir við mér þá rífur hún hana bara niður og hún (Natasha) gerir það sama á móti en það er dæmt á okkur en ekki þær.“

Sveindís Jane lykilmaður í sóknarleik Keflavíkur var fjarverandi í dag eftir höfuðhögg sem hún fékk í leik gegn ÍBV í síðustu viku.
Hvenær er hún væntanleg aftur?

„Ég þori ekki að segja það við eigum leik aftur á þriðjudag gegn Selfossi og það verður bara að koma í ljós, ég veit ekki hvort maður þorir að tefla henni fram því maður á ekki að taka neinar áhættur með svona höfuðmeiðsli.“

Sagði Gunnar Magnús en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner