Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
banner
   mán 13. maí 2019 22:08
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Vissum að þetta yrði erfitt
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús þjálfari Keflavíkur
Gunnar Magnús þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík er án stiga á botni Pepsi Max deildar kvenna eftir 3 umferðir en liðið þurfti að lúta í gras gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Breiðabliks á heimavelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Breiðablik

„Við vissum alveg að þetta yrði erfitt það var deginum ljósara og stelpurnar voru að leggja sig vel fram og ég er bara virkilega stoltur af þeirra frammistöðu.“

Sagði Gunnar um leik sinna kvenna í kvöld.

Breiðablik fékk vítaspyrnu í stöðunni 0-3 en Katrín Hanna góður markvörður Keflavíkur gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Öglu Maríu Albertsdóttur. Hvernig horfði vítadómurinn við Gunnari sem fékk að líta gula spjaldið fyrir mótmæli í kjölfarið?

„Mér fannst bara klárlega vera brotið á Natöshu fyrst, hún er að skýla boltanum og eins og það horfir við mér þá rífur hún hana bara niður og hún (Natasha) gerir það sama á móti en það er dæmt á okkur en ekki þær.“

Sveindís Jane lykilmaður í sóknarleik Keflavíkur var fjarverandi í dag eftir höfuðhögg sem hún fékk í leik gegn ÍBV í síðustu viku.
Hvenær er hún væntanleg aftur?

„Ég þori ekki að segja það við eigum leik aftur á þriðjudag gegn Selfossi og það verður bara að koma í ljós, ég veit ekki hvort maður þorir að tefla henni fram því maður á ekki að taka neinar áhættur með svona höfuðmeiðsli.“

Sagði Gunnar Magnús en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner