Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mið 13. maí 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aluko vill að það verði fjárfest í Jill Ellis
Kvenaboltinn
Eni Aluko, fyrrum leikmaður enska kvennalandsliðsins, vill að Jill Ellis verði ráðinn til að taka við af Phil Neville sem þjálfari enska kvennalandsliðsins.

Ellis er fædd og uppalin í Englandi, en hún flutti til Bandaríkjana þegar hún var 15 ára. Hún var síðast landsliðsþjálfari Bandaríkjana frá 2014 til 2019.

Hún var með 87,5 prósent sigurhlutfall á fimm árum hjá bandaríska landsliðinu og stýrði liðinu tvisvar til sigurs á HM. Á síðasta Heimsmeistaramóti sem fram fór í Frakklandi síðasta sumar sló Bandaríkin lið Englands út í undanúrslitunum. Eftir HM hætti hún sem þjálfari liðsins, en í dag starfar hún sem sendiherra fyrir bandaríska knattspyrnu.

Neville er að hætta með England þegar samningur hans rennur út á næsta ári. Hann mun ekki stýra Englandi á EM á heimavelli 2022, en svo gæti farið að hann stýri liðinu á Ólympíuleikunum. Hann er að hjálpa enska knattspyrnusambandinu að finna eftirmann sinn.

Aluko ræddi við Sky Sports og sagði: „Ég held að Jill Ellis sé sú sem gæti komið inn og hjálpað Englandi að vinna titla."

„Enska kvennalandsliðið hefur verið að koma í undanúrslit en núna þurfum við að fara að komast í úrslitaleiki og vinna mót; vinna Heimsmeistaramót og Evrópumót. Jill Ellis hefur unnið Heimsmeistaramót og Ólympíuleika með Bandaríkjunum. Hún er með reynslu og hefur unnið með bestu íþróttamönnum í heimi."

„Ég held að eina vandamálið með Jill Ellis sé það hún mun örugglega biðja um að fá mjög vel borgað og hvort að enska knattspyrnusambandið sé til í þá fjárfestingu veit ég ekki," sagði Aluko.
Athugasemdir
banner
banner