Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. maí 2020 12:10
Magnús Már Einarsson
Emil um FH: Ætla ekki að segja já eða nei
Emil spilaði með FH í Bose-mótinu í vetur.
Emil spilaði með FH í Bose-mótinu í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson útilokar ekki að hann muni spila með FH í Pepsi Max-deildinni í sumar. Hinn 35 ára gamli Emil æfir með FH þessa dagana á meðan hlé er í fótboltanum á Ítalíu þar sem hann er á mála hjá Padova í Serie C.

Emil er viðmælandi í nýjasta þætti Steve Dagskrá og þar er hann spurður að því hvort hann gæti spilað með FH í sumar.

„Ég veit það ekki nákvæmlega. Ég er með samning til 30. júní. Ég ætla ekki að segja já eða nei. Það verður að leyfa tímanum að leiða þetta í ljós," sagði Emil í viðtali við Steve Dagskrá.

„Ég ætla að sjá fyrst hvað gerist með deildina mína. Það er verið að tala um að fara beint í umspil og ef það er möguleiki þá verður það skemmtilegast í stöðunni. Þetta kemur bara í ljós. FH er samt alltaf minn klúbbur. Það er alveg á hreinu."

Padova er í 6. sæti í sínum riðli í Serie C en það gefur sæti í umspili. Ekki hefur verið ákveðið hvenær og hvort deildarkeppnin fari aftur af stað í Serie C en hlé var gert í mars vegna kórónaveirunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner