Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. maí 2020 09:18
Magnús Már Einarsson
Stjórar og fyrirliðar í ensku úrvalsdeildinni funda í dag
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Stjórar og fyrirliðar liðanna í ensku úrvalsdeildinni munu sitja myndbandsfund í dag þar sem rætt verður um framhaldið í ensku úrvalsdeildinni.

Forráðamenn deildarinnar vonast til að hægt verði að hefja leik á ný í júní en leikmenn hafa efasemdir um öryggi sitt.

Á fundinum í dag verða stjórar og fyrirliðar allra félaga sem og fulltrúar frá leikmannasamtökunum og þjálfarasamtökunum.

Stjórar í deildinni vilja vita meira um það hvernig leikmenn verða prófaðir fyrir kórónaveirunni og þá vilja menn vita hvað gerist ef leikmaður greinist með veiruna. Eins verður rætt hvenær mögulegt er að deildin fari af stað á ný.

Á morgun er síðan fyrirhugaður fundur hjá ensku úrvalsdeildinni og stjórnvöldum á Englandi þar sem meira verður rætt um framhaldið í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner