Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
banner
   fim 13. maí 2021 22:01
Anton Freyr Jónsson
Kópavogsvelli
Eysteinn: Menn ekki með hugann við að vinna vinnuna sína
Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur
Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og Keflavík áttust við í þriðju umferð Pepsí Max-deildar karla. Staðan var 1-0 fyrir Blikum í hálfleik en síðan settu Breiðablik upp sýningu í þeim síðari.

„Eftir 63 mínútur er enginn að hugsa um að þessi leikur fari 4-0 og þessi kafli þar sem þeir skora þrjú mörk á stuttum tíma það gerir útum leikinn," sagði Eysteinn Hauksson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Keflavík

Leikurinn er í ágætu jafnvægi í 65 mínútur þó Breiðablik hafi verið örlítið sterkari en Keflvíkingar fá á sig þrjú mörk á fimm mínútna kafla í þeim síðari.

„Það er erfitt að segja. Er þetta ekki bara einn af þessum hlutum sem gerist? Það sem mér sýnist er að við missum einbeitinguna þarna í að fá þá tvö mörk framúr okkur og erum þá ekki með kveikt á öllum perum og gerum ekki einföldu hlutina nógu vel.

„Þetta kemur bara eins og sprengja framan í okkur og erfitt að útskýra þetta með einhverju öðru en að menn eru ekki með hugan við að vinna vinnuna sína."

Nýliðarnir í Keflavík eru með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar og eru komnir með smjörþefin af Pepsí Max-deildinni og var Eysteinn Húni spurður hvort það væri gott fyrir leikmennina að fara upp og niður.

„Það sem er mikilvægast í þessu er stöðuleiki og við erum að móta okkar lið í þessari deild og uppskeran er þrjú stig eftir fyrstu þrjá sem þýðir stig á leik en við þurfum aðeins meira en það að meðaltali."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner