Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 13. maí 2021 23:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
ÞÞÞ kláraði leikinn í markinu - Tveir Skagamenn alvarlega meiddir?
ÞÞÞ kláraði leikinn í markinu gegn sínum gömlu félögum.
ÞÞÞ kláraði leikinn í markinu gegn sínum gömlu félögum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Skagamenn lentu í miklum áföllum gegn FH þegar liðin áttust við í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Í fyrsta lagi misstu þeir Hákon Inga Jónsson af velli með rautt spjald um miðbik fyrri hálfleiks. Í byrjun seinni hálfleiks þurfti Sindri Snær Magnússon að fara sárþjáður af velli og seint í leiknum meiddist markvörðurinn Árni Snær Ólafsson illa. Það er mögulegt að Árni og Sindri séu alvarlega meiddir og verði lengi frá.

„Hann var bara sárþjáður þarna inn á vellinum og menn vildu bara passa það að gera ekki skaðann verri og fá sjúkrabíl og við vitum ekki meira. VIð vonum það besta og að hann verði fljótur að jafna sig og koma sér aftur út á völl," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, um Sindra Snæ.

„Við erum skíthræddir að hann hafi skaddað á sér hásinina. Hann er á leið upp á sjúkrahús og við verðum að bíða og sjá hvað kemur út úr því," sagði Jói Kalli en ef meiðsli Árna eru alvarleg þá er ÍA með öflugan varamarkvörð í Dino Hodzic.

Í kvöld þurfti Þórður Þorsteinn Þorsteinsson að stökkva í markið þar sem ÍA var búið með skiptingar sínar þegar Árni meiddist. Þórður fékk á sig tvö mörk en honum líður betur framar á vellinum.
Jói Kalli: Menn vildu bara passa það að gera ekki skaðann verri
Athugasemdir
banner
banner