Staðfestir að Fabinho verði klár fyrir Real Madrid
    
                                                                
                Liverpool vann Chelsea eftir vítakeppni í úrslitaleik deildabikarsins í febrúar. Liðin mætast á morgun í úrslitum FA-bikarsins, elstu og virtustu bikarkeppni heims.
„Við unnum ekki Chelsea, við unnum vítakeppnina," sagði Klopp um úrslitaleikinn í febrúar.
„Það var erfiður og jafn leikur. Við vitum hversu gott lið Chelsea er og búumst við öðrum erfiðum leik. Bæði lið munu gefa allt í þetta. Ég býst við því frá Chelsea og sérstaklega býst ég við því frá okkur."
                
                                    „Við unnum ekki Chelsea, við unnum vítakeppnina," sagði Klopp um úrslitaleikinn í febrúar.
„Það var erfiður og jafn leikur. Við vitum hversu gott lið Chelsea er og búumst við öðrum erfiðum leik. Bæði lið munu gefa allt í þetta. Ég býst við því frá Chelsea og sérstaklega býst ég við því frá okkur."
Leikur Chelsea og Liverpool verður klukkan 15:45 á Wembley á morgun. Miðjumaðurinn Fabinho meiddist í vikunni og verður ekki með Liverpool á morgun en Klopp segir að hann verði pottþétt með í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, gegn Real Madrid þann 28. maí.
„Við erum virkilega spenntir fyrir þessum leik á morgun. Strákarnir hafa lagt ótrúlega mikið á sig til að komast svona langt. Þetta er risastór úrslitaleikur fyrir okkur og ég er hæstánægður með að taka þátt í honum."
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        
 
         
     
             
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
        