Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 13. maí 2022 20:39
Victor Pálsson
Romano staðfestir áhuga Man Utd
Mynd: EPA

Manchester United hefur áhuga á að fá Frenkie de Jong til félagsins frá Barcelona í sumar segir blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano.


De Jong hefur verið orðaður við enska félagið í sumar en hann gæti unnið með Erik ten Hag í Manchester en hann tekur við eftir tímabilið.

De Jong og Ten Hag þekkjast vel en þeir unnu saman hjá Ajax áður en De Jong samdi við Börsunga.

Barcelona er ekki í frábærri fjárhagsstöðu og gæti reynt að losa De Jong sem kostaði 77 milljónir punda árið 2019.

Það eru fáir virtari í félagaskiptamálum og Romano og má því búast við tilboði frá Man Utd í sumarglugganum.

„Það eru viðræður í gangi á milli Manchester United og umboðsmanna Frenkie de Jong, það er rétt," sagði Romano.

„Það er einnig verið að finna út verðmiðann og stöðu leikmannsins. Það er á hreinu að Man Utd hefur áhuga á leikmanninum."


Athugasemdir
banner
banner