Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
   sun 12. maí 2024 22:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Fyrsti leikur Jóns Guðna í tvö og hálft ár - Fékk mikla ást frá liðsfélögunum
Jón Guðni sneri aftur í kvöld.
Jón Guðni sneri aftur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar fagna marki í kvöld.
Víkingar fagna marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara fáránlega vel," sagði Jón Guðni Fjóluson, varnarmaður Víkings, eftir 2-0 sigur gegn FH í Bestu deildinni í kvöld.

Jón Guðni hefur verið alveg einstaklega óheppinn með meiðsli að undanförnu en hann var í kvöld að spila sinn fyrsta leik í um tvö og hálft ár, og sinn fyrsta leik á Íslandi í 13 ár.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

„Þetta eru tvö og hálft ár, ekki skemmtilegt tvö og hálft ár. Þetta er bara frábær tilfinning. Skrokkurinn er bara fínn. Þetta tekur aðeins á. Lungun eru fín. Það var skynsemi að taka bara hálfleik í dag."

„Djöfull er þetta ógeðslega gaman maður."

Jón Guðni tók sig til og lagði upp fyrra mark Víkings, en hann spilaði í vinstri bakverðinum. Liðsfélagarnir bentu á hann eftir markið

„Auðvitað er það gaman, að geta hjálpað til. Það er svo sem alveg sama hver gefur stoðsendingar og hver skorar svo lengi sem við vinnum leikina. Þá er ég sáttur."

„Þeir eru bara ánægðir fyrir mína hönd að ég sé kominn aftur inn á völlinn. Það er bara frábært og ég er þakklátur fyrir það; þakklátur fyrir tækifærið og fyrir þolinmæðina sem Víkingur hefur sýnt mér í þessu leiðinlega og erfiða ferli. Ég met það mjög mikils."

Það var búið að eyrnamerkja þennan leik fyrir Jón Guðna. „Maður hefur verið eins og lítill krakki að bíða eftir jólunum. Það er langt síðan maður fann þessa tilfinningu fyrir leik. Svo er þetta bara frábært. Mér líður vel og líkaminn er í fínu standi."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Jón Guðni ræðir síðustu vikur og mánuði, og auðvitað leikinn í kvöld.
Athugasemdir