Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 13. júní 2021 12:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Donny van de Beek orðaður við Arsenal
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn á þessum laugardegi er í boði Powerade og tekinn saman af BBC.



Everton og Leeds hafa áhuga á Marcelo, vinstri bakverði Real Madrid en hinn 33 ára Brasilíumaður er ekki í plönum hjá nýjum þjálfara Madrid, Carlo Ancelotti. (Sunday Mirror)

Bournemouth hafa gert aðra tilraun að fá Patrick Viera til að þjálfa liðið en Bournemouth hafði fyrst samband við hann í febrúar. (Sunday Mirror)

Leicester er komið í baráttuna um Patson Daka 22 ára gamlan framherja RB Salzburg en Liverpool, Chelsea og Tottenham hafa einnig áhuga á leikmanninum. (Sunday Express)

Tottenham keppast við Fiorentina að fá leikmann Stuttgart, Nico Gonzalez, 23 ára gamlan argentískan framherja. Fiorentina hafa boðið 21.5 milljónir punda í leikmanninn (Sky Italia)

Manchester United hafa bætt við fleiri árangurs tengdum greiðslum í tilboðið í Sancho. Dortmund neitaði tilboði í síðustu viku en þeir vilja boð uppá 77.5 milljónir punda plús bónusa sem myndi hækka verðið í 86 milljónir punda. (Sunday Times)

Arsenal hefur haft samband við Manchester United um kaup á Donny van de Beek. (90min)

Atletico Madrid hefur sett 30 milljón punda verðmiða á Kieran Trippier í von um að fæla Manchester United í burtu en Ole Gunnar Solskjær vill fá hann til að keppa við Aaron Wan Bissaka (Sunday Mirror)

Ole Gunnar Solskjær þjálfari Manchester United hefur sett Anthony Martial framherja liðsins á sölulista útaf lélegu hugarfari leikmannsins. Real Madrid er orðað við framherjann. (Transfer Window Podcast, Sunday Express)

Trippier vill snúa aftur í ensku úrvalsdeildina en Diego Simenoe þjálfari Atletico Madrid ætlar ekki að leyfa honum að fara á þessu ári að minnsta kosti. (Daily Star Sunday)

Belgíski framherjinn Romelu Lukaku hefur slegið niður allar sögusagnir um að hann sé á leið aftur til Chelsea í sumar, hann segist vera ánægður hjá Inter Milan (Mail on Sunday)

Barcelona segir Ousmane Dembele að skrifa undir samning eða fara frá félaginu. (ESPN)

Kylian Mbappe er með efasemdir um framtíð sína hjá PSG. Hann veit ekki hvort félagið sé besti staðurinn fyrir sig. (Mail on Sunday)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner