Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 13. júní 2021 18:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sá næst elsti til að skora á EM frá upphafi
Mynd: EPA
Gordan Pandev skoraði fyrsta mark þjóðar sinnar, Norður-Makedóníu, á stórmóti í fótbolti.

Það er vel við hæfi þar sem Pandev hlýtur að vera besti leikmaður í sögu Norður-Makedóníu.

Þetta er frábær leikmaður sem er enn að spila í ítölsku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að vera 37 ára gamall.

Markið kom eftir klaufagang hjá Austurríki en hægt er að sjá það með því að hérna. Hann er núna næst elsti leikmaðurinn til að skora á Evrópumóti í sögunni.

Því miður fyrir Pandev þá dugði markð skammt. Leikurinn endaði með 3-1 sigri Austurríki.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner