Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að Chelsea er að ganga frá félagsskiptum á brasilíska bakverðinum Pedro Lima frá Sport Recife.
Romano er búinn að setja „here we go!" stimpilinn sinn fræga á félagsskiptin, en tekur fram að leikmaðurinn muni fyrst um sinn fara til Strasbourg sem er systurfélag Chelsea og leikur í efstu deild franska boltans.
Lima kostar um 10 milljónir evra, auk árangurstengdra aukagreiðslna og hlutfalli af næstu sölu.
Lima er aðeins 17 ára gamall en má flytja til Evrópu eftir næstu mánaðamót þegar hann á 18 ára afmæli.
Hann leikur sem hægri bakvörður að upplagi og hefur verið að spila vel í B-deild brasilíska boltans, auk þess að eiga 5 landsleiki að baki fyrir U17 lið Brasilíu.
Athugasemdir