Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 13. ágúst 2019 11:00
Fótbolti.net
Hófið - Afþýðing í Kórnum og handboltadómgæsla
FH-ingar fögnuðu á Hlíðarenda.
FH-ingar fögnuðu á Hlíðarenda.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Stuðningsmaður Vals steinhissa.
Stuðningsmaður Vals steinhissa.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fylkismenn fagna einu af mörkum sínum.
Fylkismenn fagna einu af mörkum sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Það var allt á floti fyrir norðan.
Það var allt á floti fyrir norðan.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
16. umferðir eru búnar í Pepsi Max-deildarinni. Fótbolti.net heldur uppteknum hætti og gerir upp hverja umferð með því að halda sérstakt lokahóf eftir hverja umferð!

Lokahófið er á léttu nótunum en við erum alltaf tilbúin að taka við kvörtunum í gegnum tölvupóst!

Leikur umferðarinnar: Velgengni nýliða HK heldur áfram og er liðið nú taplaust í síðustu sex leikjum þar sem liðið hefur unnið fimm leiki og gert eitt jafntefli. Topp liðið kom í heimsókn í Kórinn á sunnudaginn og þar var ekkert gefið eftir. HK var komið strax á sjöttu mínútu og tvöfaldaði forystuna sex mínútum síðar. Á 20. mínútu kom Bjarni Gunnarsson síðan HK í 3-0. Hver hefði trúað því? Leiknum lauk með 4-1 sigri HK sem situr nú í 4. sæti deildarinnar í bullandi séns á Evrópusæti. Verða Evrópuleikir í Kórnum á næsta tímabili?

EKKI lið umferðarinnar:


Andleysi umferðarinnar: Eyjamenn hafa tapað tíu leikjum í röð og virðast mæta í leiki eins og lömb leidd til slátrunar. Trúin er ekki til staðar og þeir mæta í leikina frekar af skyldurækni en annað.

Spjald umferðarinnar: Castillion náði sér mjög augljóslega viljandi í gult spjald til að taka út leikbann gegn FH en hann hefði hvort sem er ekki mátt spila þann leik þar sem hann er hjá Fylki á láni frá Fimleikafélaginu. Fyrirliðinn Ólafur Ingi Skúlason viðurkenndi planið fúslega í viðtali eftir leik.

Öskubusku ævintýri umferðarinnar: Hinn 26 ára, Alexander Freyr Sindrason sem lék sinn fyrsta leik í efstu deild um Verslunarmannahelgina með HK gegn ÍBV eftir að Björn Berg Bryde fór meiddur af velli. Alexander Freyr var síðan í byrjunarliðinu gegn KR um helgina og stóð vaktina vel í miðverðinum í 4-1 sigri liðsins. Þar lagði hann til að mynda upp mark og var valinn í lið umferðarinnar. Alexander Freyr hafði einungis spilað í neðri deildum hér á landi og í Noregi áður en hann var óvænt lánaður í HK frá Haukum rétt fyrir lok félagaskiptagluggans.

Skipting umferðarinnar: Það var heldur óvænt taktísk skipting í leik ÍA og Breiðabliks á 43. mínútu leiksins þegar Bjarki Steinn Bjarkason var tekinn af velli í liði ÍA. Jóhannes Karl var gagnrýndur fyrir skiptinguna eftir leik enda ekki á hverjum degi sem menn eru skipt útaf í fyrri hálfleik og margir sem settur spurningarmerki við það hvort þessi skipting hefði ekki getað beðið til hálfleiks.

Lag umferðarinnar: Eftir að liðin höfðu lokið upphitun í Kórnum gengu HK-ingar og KR-ingar inn til búningsklefa og á sama tíma ómaði hið goðsagnakennda lag „Sumartíminn" í græjunum. Aðalamaðurinn í því lagi er einmitt Sigurður Hrannar Björnsson, varamarkvörður HK sem er þræl eðlilegt allt saman. Didda er greinilega margt til lista lagt.

Völlur umferðarinnar: Greifavöllur var eiginlega ekki boðlegur á sunnudaginn. Úrhellisrigning gerði það að verkum að hann var á köflum eins og mýri. Boltinn átti erfitt með að ferðast frá A-B, með jörðinni.

Afþýðing umferðarinnar: Þrátt fyrir að skora gríðarlega mikilvægt mark fyrir KR gegn Stjörnunni í 13. umferðinni hafði Björgvin Stefánsson framherji KR verið frystur í síðustu tveimur leikjum liðsins og ekkert komið við sögu. Rúnar Kristinsson þjálfari KR ákvað hinsvegar að afþýða Björgvin á 83. mínútu í stöðunni 4-1 fyrir HK í Kórnum um helgina.

Handbolta dómgæsla umferðarinnar: Sigurður Hjörtur Þrastarson dómari leiks Vals og FH dæmdi þrjár vítaspyrnur á 13 mínútum í upphafi seinni hálfleiks á Origo-vellinum. Sigurður Hjörtur er einnig handboltadómari og er því vanur því að dæma vítaköst í þeirri íþróttu en þrjár vítaspyrnur á 13 mínútum hefur hann sennilega aldrei dæmt áður í knattspyrnuleik.


Athugasemdir
banner
banner
banner