Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 13. ágúst 2020 21:02
Aksentije Milisic
Meistaradeildin: Dramatík þegar Leipzig komst í undanúrslit
Leikmenn Leipzig fagna sigurmarkinu.
Leikmenn Leipzig fagna sigurmarkinu.
Mynd: Getty Images
Oblak svekktur.
Oblak svekktur.
Mynd: Getty Images
RB Leipzig 2 - 1 Atletico Madrid
1-0 Dani Olmo ('50 )
1-1 Joao Felix ('71 , víti)
2-1 Tyler Adams ('88 )

RB Leipzig og Atletico Madrid áttust við í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Estadio Jose Alvalade vellinum í Portúgal.

Leikurinn byrjaði frekar rólega og var fátt um fína drætti í fyrri hálfleiknum. Bæði lið áttu ágætis sénsa en ekkert dauðafæri leit dagsins ljós og staðan því 0-0 þegar flautað var til leikhlés.

Í síðari hálfleiknum dróg hins vegar til tíðinda. Á 50. mínútu kom spánverjinn Daniel Olmo Leipzig yfir. Þjóðverjarnir áttu þá góða sókn þar sem Marcel Sabitzer átti fyrirgjöf sem rataði beint á kollinn á Olmo sem kláraði vel í fjærhornið.

Eftir þetta mark vaknaði Atletico Madrid til lífsins og Joao Felix kom inn á af bekknum. Á 71. mínútu átti hann gott þríhyrningsspil við Diego Costa sem endaði með því að Felix komst einn í gegn en var tæklaður niður af Lukas Klostermann. Felix steig sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi.

Eftir þetta sótti Atletico meira en þegar allt stefndi í framlengingu þá var Tyler Adams hins vegar á öðru máli. Angelino lagði boltann út á Adams sem átti skot í varnarmann og í netið, óverjandi fyrir Jan Oblak í markinu.

Þetta reyndist vera sigurmark leiksins og Leipzig því komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Frábær árangur hjá Julian Nagelsmann og hans lærisveinum.

Leipzig mætir PSG í undanúrslitum þann 18. ágúst næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner