Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 13. ágúst 2020 18:00
Aksentije Milisic
Wenger hafnaði að taka við Barcelona
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, fyrrverandi stjóri Arsenal, hafnaði því að taka við Barcelona samkvæmt frönskum fjölmiðlum. Wenger hefur haldið sig frá þjálfun síðan hann yfirgaf Arsenal árið 2018 eftir 22 ár hjá klúbbnum.

Sagt er að þolinmæði Barcelona gagnvart núverandi þjálfara, Quique Setien, sé á enda og hafði félagið samband við Wenger um að taka við liðinu á næstu leiktíð. Wenger hins vegar hafnaði þessu tilboði.

Í nóvember á síðasta ári tók Wenger við hlutverki yfirmanns í að þróa fótboltann á alþjóðlega vísu hjá Fifa og sagði hann þá að hann vilji skuldbinda sig því verkefni.

„Mig langar að þjálfa hvern einasta dag, ég hef gert það alla mína ævi," sagði Wenger í viðtali á dögunum.

„En get ég farið aftur í þjálfun? Ég get ekki gert hlutina með hálfum hug. Ég spyr sjálfan mig þessara spurninga reglulega."

„Það verður að vera við aðstæður sem ég tel ákjósanlegar. Annars get ég ekki gert þetta."

Tímabilið hjá Barcelona hefur verið vonbrigði en liðið hafnaði í 2. sæti La Liga deildarinnar á Spáni á eftir Real Madrid og þá datt liðið úr spænska bikarnum. Barcelona er hins vegar ennþá í Meistaradeildinni og þarf Setien að vinna hana svo hann eigi möguleika á að halda starfinu.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner