Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. ágúst 2022 15:37
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Brentford og Man Utd: Ronaldo upp á topp
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni er viðureign Brentford og Manchester United en flautað verður til leiks klukkan 16:30.


Heimamenn í Brentford eru með eitt stig eftir fyrstu umferðina en þeir sóttu þá gott stig til Leicester eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.

Manchester United tapaði hins vegar sínum fyrsta leik á heimavelli gegn Brighton með tveimur mörkum gegn einu.

Thomas Frank, stjóri Brentford, byrjar með Josh Dasilva í liðinu en hann tryggði Brentford stig í síðustu umferð þegar hann kom inn sem varamaður og jafnaði leikinn gegn Leicester.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, gerir eina breytingu á byrjunarliði sínu. Cristiano Ronaldo kemur inn í liðið í staðinn fyrir Scott McTominay sem fær sér sæti á bekknum.

Brentford: Raya; Hickey, Roeslev, Jansson, Mee, Henry; Norgaard, Jensen, Dasilva; Toney, Mbeumo.
(Varamenn: Strakhosa, Wissa, Ghoddos, Onyeka, Lewis-Potter, Damsgaard, Baptiste, Janelt, Sorensen.)

Manchester United: De Gea; Dalot, Maguire, Martinez, Shaw; Fred, Eriksen, Fernandes; Sancho, Ronaldo, Rashford.
(Varamenn: Heaton, Malacia, Varane, Wan-Bissaka, Van de Beek, Elanga, Garner, McTominay, Garnacho.)


Athugasemdir
banner
banner
banner