Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 13. ágúst 2022 20:12
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Tindastóll vann Víking í toppbaráttunni
Mynd: Hrefna Morthens
Mynd: Hrefna Morthens

Tindastóll 5 - 4 Víkingur R.
1-0 Murielle Tiernan ('9 )
2-0 Hugrún Pálsdóttir ('22 )
3-0 Melissa Alison Garcia ('23 )
3-1 Bergdís Sveinsdóttir ('27 )
4-1 Aldís María Jóhannsdóttir ('36 )
4-2 Hafdís Bára Höskuldsdóttir ('37 )
5-2 Murielle Tiernan ('44 )
5-3 Kiley Norkus ('45 )
5-4 Christabel Oduro ('90 )


Tindastóll vann gríðarlega mikilvægan sigur gegn Víkingi R. í toppbaráttu Lengjudeildar kvenna.

Leikurinn fór fram á Sauðárkróki og var fyrri hálfleikurinn einstaklega skemmtilegur og ótrúlegur. Staðan var orðin 5-3 eftir fáránlegar 45 mínútur af fótbolta þar sem Sauðkrækingar höfðu komist í þriggja marka forystu á fyrstu 23 mínútunum.

Víkingar minnkuðu muninn og skiptust liðin á að skora þar til flautað var til leikhlés í stöðunni 5-3.

Leikurinn róaðist umtalsvert niður í seinni hálfleik og fór boltinn ekki í netið fyrr en Christabel Oduro minnkaði muninn fyrir Víking á lokamínútunum.

Murielle Tiernan var atkvæðamest í liði Stólanna með tvennu. Tindastóll er í þriðja sæti eftir sigurinn, einu stigi á eftir HK í toppbaráttunni.

Víkingur R. er í fjórða sæti eftir þetta tap, sex stigum eftir HK.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner