Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 13. ágúst 2022 12:20
Aksentije Milisic
Mourinho sá til þess að Spurs fengi ekki leikmann sinn
Zaniolo og Mourinho.
Zaniolo og Mourinho.
Mynd: EPA

Jose Mourinho, þjálfari AS Roma, kom sjálfur í veg fyrir það að Tottenham Hotspur myndi kaupa leikmanninn hans, Nicolo Zaniolo, samkvæmt Corriere dello Sport.


Zaniolo er eftirsóttur en allt virðist stefna nú í það að hann verði áfram í Roma. Fyrr í sumar var Juventus á eftir leikmanninum og nú hefur Tottenham reynt að fá þennan öfluga Ítala í sínar raðir.

Á fimmtudeginum síðastliðnum er sagt að Tottenham og Roma hafi náð samkomulagi varðandi Zaniolo en hann átti að fara á láni til Tottenham og svo hefði enska félagið geta keypt hann fyrir 50 milljónir evra í kjölfarið.

Mourinho tók þetta ekki í mál og stöðvaði skiptin sjálfur. Tottenham var tilbúið að láta Roma fá miðjumanninn Tanguy Ndombele í staðinn en Jose hafði engann áhuga á því, enda Zaniolo mikilvægur póstur í Roma liðinu sem ætlar sér stóra hluti í vetur.

Mourinho hafði áður unnið með Ndombele hjá Tottenham en hann gagnrýndi leikmanninn opinberlega á sínum tíma hjá Spurs.

Serie A deildin hefst í dag en Roma á leik á morgun en þá heimsækir liðið Salernitana


Athugasemdir
banner
banner
banner