
Grindavík hefur fengið liðsstyrk fyrir lokasprettinn á tímabilinu því Ármann Ingi Finnbogason er kominn á láni frá ÍA.
Ármann er tvítugur miðjumaður sem er samningsbundinn ÍA út næsta tímabil.
Hann hefur komið við sögu í átta leikjum í Bestu deildinni og einum leik í bikarnum.
Ármann er tvítugur miðjumaður sem er samningsbundinn ÍA út næsta tímabil.
Hann hefur komið við sögu í átta leikjum í Bestu deildinni og einum leik í bikarnum.
Hann er uppalinn Skagamaður og lék fjórtán leiki þegar liðið fór upp úr Lengjudeildinni í fyrra.
Ármann er kominn með leikheimild fyrir leikinn gegn Þór annað kvöld. Grindavík er í 9. sæti, stigi á eftir Þór, þegar sex umferðir eru eftir af deildinni.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir