Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   þri 13. ágúst 2024 19:42
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd fær Mazraoui frá Bayern (Staðfest)
Mynd: Man Utd
Það hefur verið nóg að gera hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United í kvöld en það var rétt í þessu að kynna kaupin á Noussair Mazraoui frá Bayern München.

Fyrir nokkrum mínútum staðfesti félagið kaupin á hollenska varnarmanninum Matthijs De Ligt og liðu aðeins nokkrar mínútur áður en næstu kaup voru kynnt.

Marokkó-maðurinn Nouissair Mazraoui kemur inn og fyllir skarðið sem Aaron Wan-Bissaka skildi eftir sig, en hann samdi við West Ham fyrr í dag.

Mazraoui er 26 ára gamall hægri bakvörður, en eins og De Ligt, þá þekkir hann vel til Erik ten Hag. Þeir náðu allir góðum árangri saman hjá Ajax og endurnýja nú kynni sín.

United greiðir Bayern 13 milljónir punda og gæti sú upphæð hækkað upp í 15 milljónir punda ef ákveðnum skilyrðum er mætt.

Bakvörðurinn gerði langtímasamning við United, en hann er í skýjunum með að vera kominn til félagsins.

„Það er ótrúleg tilfinning að vera orðinn leikmaður Manchester United. Get ekki beðið eftir að ganga út á Old Trafford í rauðu treyjunni,“ sagði Mazraoui við heimasíðu félagsins.


Athugasemdir
banner
banner