Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 13. september 2019 13:21
Magnús Már Einarsson
Laporte ekki meira með á árinu
Aymeric Laporte.
Aymeric Laporte.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur staðfest að Aymeric Laporte verði frá keppni þar til á næsta ári.

Laporte meiddist á hné gegn Brighton fyrir tveimur vikum og fór í kjölfarið beint í aðgerð.

Guardiola segir að um sé að ræða fimm eða sex mánaða endurhæfingu frá aðgerð sem þýðir að Laporte verður frá keppni þar til í janúar eða febrúar.

„Hann spilar pottþétt ekki meira á þessu ári. Þetta eru líklega fimm eða sex mánuðir," sagði Guardiola á fréttamannafundi í dag.

John Stones og Nicolas Otamendi verða miðverðir Manchester City á næstunni en miðjumaðurinn Fernandinho verður þeim til halds og trausts.
Athugasemdir
banner
banner