Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 13. september 2021 19:29
Hafliði Breiðfjörð
Leikdagarnir hjá Breiðabliki í Meistaradeildinni klárir
Agla María Albertsdóttir og félagar hennar í Breiðalbiki fá PSG í heimsókn 6. október næstkomandi.
Agla María Albertsdóttir og félagar hennar í Breiðalbiki fá PSG í heimsókn 6. október næstkomandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
UEFA sendi frá sér tilkynningu nú í kvöld þar sem leikjaniðurröðun er klár í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna. Dregið var í morgun og Breiðablik er í riðli með Paris Saint Germain, Real Madrid og Kharkiv frá Úkraínu.

Breiðablik byrjar á heimaleik gegn Paris Saint Germain 6. október næstkomandi en viku síðar fara þær til Madrídar. Allir leikir keppninnar verða í beinni útsendingu á rás DAZN á YouTube.

Leikjaplanið eins og það lítur út núna er hér að neðan en ekki er enn ljóst hvar heimaleikir Breiðabliks fara fram. Óskastaðan er Kópavogsvöllur en Laugardalsvöllur er til vara.

Miðvikudagur 6. október:
19:00 Breiðablik - Paris Saint Germain

Miðvikudagur 13. október:
19:00 Real Madrid - Breiðablik

Þriðjudagur 9. nóvember:
17:45 WFC Kharkiv - Breiðablik

Fimmtudagur 18. nóvember:
17:45 Breiðablik - WFC Kharkiv

Miðvikudagur 8. desember:
20:00 Breiðablik - Real Madrid

Fimmtudagur 16. desember:
17:45 Paris Saint Germain - Breiðablik
Athugasemdir
banner