Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 13. september 2021 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd setur viðræður við Bruno og Pogba í forgang
Mynd: Getty Images
Manchester United er búið að byggja upp afar öflugt fótboltalið og ætlar stjórn félagsins að sjá til þess að stjörnurnar hverfi ekki á brott á næstu misserum.

Stjórnin hefur ákveðið að setja samningsviðræður í miðjumennina Bruno Fernandes og Paul Pogba í forgang hjá sér. Pogba hefur verið orðaður við brottför frá félaginu á hverju sumri undanfarin ár en núna á hann aðeins tæpt ár eftir af samningi sínum við Rauðu djöflana.

Bruno Fernandes er samningsbundinn Man Utd til 2025 en félagið vill að hann skrifi undir nýjan samning fyrir áramót.

Fabrizio Romano greinir frá þessu en framtíð Pogba er afar óljós þar sem áhugi er til staðar frá stærstu knattspyrnufélögum Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner