Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
banner
   þri 13. september 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Akanji segist ekki styðja Man Utd lengur
Manuel Akanji.
Manuel Akanji.
Mynd: Getty Images
Manuel Akanji, nýr leikmaður Manchester City, ólst upp sem stuðningsmaður Manchester United. Hann segist hins vegar ekki vera það lengur.

Englandsmeistararnir keyptu þennan 27 ára svissneska landsliðsmann frá Borussia Dortmund undir lok félagaskiptagluggans á dögunum.

Það hefur verið í fréttum undanfarið að hann hafi stutt nágrannana í Man Utd þegar hann var yngri.

„Ég hef sagt að ég var stuðningsmaður Manchester United þegar ég var að alast upp. Þegar þú nærð ákveðið langt sem leikmaður þá ertu ekki lengur aðdáandi vegna þess að þú spilar gegn þessum félögum og þú getur ekki stutt þau lengur," sagði Akanji við Blick.

Akanji gæti spilað gegn Man Utd þann 2. október næstkomandi er City tekur á móti nágrönnum sínum í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner