Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
banner
   fös 13. september 2024 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Memphis: Evrópskir leikmenn munu elta mig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollendingurinn Memphis Depay sagði á sínum fyrsta fréttamannafundi sem leikmaður brasilíska félagsins Corinthians að hann búist við því að evrópskir leikmenn muni elta hann til Brasilíu.

Hann gekk til liðs við félagið á dögunum og skrifaði undir tveggja ára samning.

„Þetta er stærra en fótboltinn sjálfur. Margar stjörnur koma frá Brasilíu. Þetta er Mekka fótboltans. Börn í Evrópu líta upp til Brasilíu, hvernig þeir spila," sagði Depay.

Einhverjir Evrópubúar hafa farið til Brasilíu eins og Clarence Seedorf til Botafogo og þá er Dimitri Payet leikmaður Vasco da Gama í dag. Fjöldinn af Brasilíumönnum spila í Evrópu.

„Þetta er frábært tækifæri til að brúa bilið. Við tökum alltaf efnilegu brasilíumennina til Evrópu því þeir hafa eitthvað einstakt. Þessi deild þarf ljós frá hinni hliðinni," sagði Depay.


Athugasemdir
banner
banner
banner