Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 13. október 2021 22:01
Brynjar Ingi Erluson
Dagný og Sveinn Aron í sigurliðum - Aron Einar lagði upp
Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn í lið Elfsborg tveimur dögum eftir að hafa lagt upp fjórða mark Íslands gegn Liechtenstein
Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn í lið Elfsborg tveimur dögum eftir að hafa lagt upp fjórða mark Íslands gegn Liechtenstein
Mynd: EPA
Sveinn Aron Guðjohnsen, leikmaður Elfsborg, var mættur í hóp liðsins aðeins tveimur dögum eftir að hafa lagt upp mark fyrir bróður sinn, Andra Lucas, í 4-0 sigrinum á Liechtenstein.

Sveinn Aron var á bekknum er Elfsborg mætti Stockholm Internazionale í sænska bikarnum í kvöld. Hann kom við sögu á 60. mínútu í 3-0 sigri og Elfsborg komið áfram í næstu umferð.

Dagný Brynjarsdóttir byrjaði þá á bekknum hjá West Ham sem vann London City, 1-0, í enska bikarnum. Hún kom inná á 84. mínútu leiksins.

West Ham er í E-riðli í bikarnum og var þetta fyrsti leikur liðsins en Birmingham og Brighton eru einnig í riðlinum. Brighton vann Birmingham í kvöld 1-0.

Aron Einar lagði upp í bikarnum

Landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, lagði upp annað mark Al Arabi í 3-3 jafntefli Al-Gharafa í QSL-bikarnum á mánudag. Hann kom inná sem varamaður í hálfleik og lagði síðan upp markið á 64. mínútu.


Athugasemdir
banner
banner
banner