Argentínski þjálfarinn Hernan Crespo er hættur með brasilíska félagið Sao Paulo aðeins rúmu hálfu ári eftir að hann tók við liðinu.
Crespo átti magnaðan feril sem knattspyrnumaður með liðum á borð við River Plate, Parma, Inter, Milan, Lazio og Chelsea.
Hann hélt út í þjálfun eftir ferilinn og þjálfaði meðal annars unglinga- og varalið Parma áður en hann tók við Modena.
Crespo tók við liði Sao Paulo í febrúar á þessu ári og vann fyrsta titil liðsins í átta ár í maí.
Liðið hefur aðeins unnið einn leik af síðustu tíu og komst Crespo því að sameiginlegri ákvörðun með Sao Paulo um að hætta með liðið.
Sao Paulo er 13. sæti brasilísku deildarinnar með 30 stig.
Athugasemdir