Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 13. nóvember 2020 19:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Akureyri.net 
Sveinn Elías hættur (Staðfest) - Hættir Jónas líka?
Lengjudeildin
Mynd: Raggi Óla
Fyrirliði Þórsara undanfarin ár, Sveinn Elías Jónsson, hefur ákveðið að setja skóna uppp í hillu og binda með því enda á sinn knattspyrnuferil.

Þetta kom fram á Akureyri.net fyrr í dag. Svenni hefur verið á mála hjá Þór undanfarnar tólf leiktíðir eða frá því hann kom til félagsins frá KA árið 2008.

Svenni er 34 ára gamall og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með Leiftri/Dalvík sumarið 2003.

Sumarið 2011 skoraði Svenni átta mörk í Pepsi-deildinni fyrir Þór og var það tímaiblið sem hann skoraði flestu mörkin á ferlinum. Hann á alls 329 leiki skráða á KSÍ og í þeim skoraði hann sextíu mörk. Á síðustu leiktíð lék hann sextán leiki með Þór í Lengjudeildinni.

Leggur Jónas skóna á hilluna?
Jónas Björgvin Sigurbergsson, einn bestu leikmanna Þórs síðustu ár, er mjög líklega einnig hættur, að minnsta kosti í bili," skrifar Skapti Hallgrímsson á akureyri.net.

Jónas er 26 ára gamall og íhugaði að spila ekki með Þórsurum í sumar en kom inn í hópinn skömmu fyrir mót og lék átta leiki í deildinni. Jónas hefur leikið 141 leik með Þór og skorað fjórtán mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner