Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah, William Saliba, Ten Hag, Lisandro Martinez, Victor Osimhen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
   mið 13. nóvember 2024 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ungur Þróttari á reynslu hjá Inter Milan
Lengjudeildin
Mynd: Þróttur/Instagram
Björn Darri Oddgeirsson, sem fæddur er árið 2009, dvelur þessa dagana við æfingar hjá ítalska stórliðinu Inter Milan.

Björn Darri er Þróttari sem spilar með 2. og 3. flokki félagsins. Í tilkynningu félagsins segir að Inter hafi óskað eftir því að fá Björn Darra til reynslu og æfir hann með U19 ára liði félagsins.

„Björn Darri er sannarlega einn efnilegasti leikmaður Þróttar, hann er á eldra ári í 3. flokki en leikur með 2. flokki. og hefur sömuleiðis æft með meistaraflokki Þróttar. Björn Darri hefur verið fastamaður í U15 ára landsliðinu og var nýlega valinn í æfingahóp U16 ára landsliðsins. Frábær fulltrúi félagsins sem verður sannarlega gaman að fylgjast með í framtíðinni." segir í færslu Þróttar.



Athugasemdir
banner
banner
banner