fös 13. desember 2019 22:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lingard um Snapchat myndbandið: Ole brjálaður - Þetta var slys
Lingard á æfingu ásamt Rashford.
Lingard á æfingu ásamt Rashford.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Jesse Lingard var í dag í ítarlegu viðtali við Sportsmail. Þar ræddi hann um árið í ár sem hefur tekið á hjá honum persónulega.

Sjá einnig: Móðir Lingard veiktist - Best að segja Solskjær frá öllu

Hann ræðir einnig í viðtalinu vafasamt myndband sem hann birti í sumar.

Lingard tók upp sig sjálfan öskra og blóta á hóteli í Miami og tók upp liðsfélaga sinn, Marcus Rashford, sem hermdi eftir því sem mögulega gerðist í herberginu stuttu áður. Myndbandið var í smá tíma á Snapchat-reikningi Lingard en hann tók það svo út.

Báðir voru þeir harðlega gagnrýndir fyrir þetta. Lingard ætlaði sér aldrei að sýna myndbandið almenningi.

„Það voru í alvöru mistök að birta þetta myndband," sagði hann í viðtali við Sportsmail.

„Ég er með marga unga fylgjendur og ætlaði mér aldrei að setja þetta myndband inn. Það var slys. Ég ætlaði að senda þetta á einn af vinum mínum. Ég var í flugvél sem var á leiðinni í loftið. Stuttu seinna sendi einn frá félaginu mér skilaboð og sagði mér að taka myndbandið út."

„Þegar ég áttaði mig á því sem ég hafði gert þá sökk hjartað ofan í maga. Ég hugsaði að ferlinum væri lokið hjá United. Þetta væri síðasta stráið."

„Ég heyrði að Solskjær væri brjálaður en ég var í flugvél í tvo tíma og gat ekkert gert. Ég mætti snemma næsta dag og bað stjórann afsökunar. Hann sagði að þetta væri minn síðasti séns."

„Það var ekki möguleiki í mínum augum að ég vildi láta taka það af mér sem ég hef hér hjá félaginu. Í heildina hef ég minnkað mikið við mig á samfélagsmiðlum. Þú verður að gera það sem þú getur,"
sagði Lingard að lokum.

Viðtalið við Sportsmail má lesa í heild sinni hér.
Athugasemdir
banner
banner