Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
banner
   fös 13. desember 2019 21:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýskaland: Gott gengi Augsburg heldur áfram
Hoffenheim 2 - 4 Augsburg
0-1 Philipp Max ('11 )
1-1 Robert Skov ('14 )
1-2 Philipp Max ('51 , víti)
1-3 Fredrik Jensen ('56 )
2-3 Jurgen Locadia ('80 )
2-4 Iago ('85 )

Fyrsti leikur 15. umferðarinnar í þýsku Bundesliga fór fram í kvöld. Þá tók Hoffenheim á móti Augsburg.

Alfreð Finnbogason glímir við meiðsli og lék því ekki með Augsburg í kvöld. Staðan var 1-1 í hálfleik eftir að Philipp Max kom gestunum yfir og Robert Skov jafnaði leikinn skömmu síðar í fyrri hálfleiknum.

Max kom gestunum aftur yfir í upphafi seinni hálfleiks og Fredrik Jensen bætti við forystuna stuttu seinna. Jurgen Locadia minnkaði muninn fyrir heimamenn þegar tíu mínútur lifðu leiks en Iago innsiglaði 2-4 útisigur Augsburg með marki fimm mínútum fyrir leikslok.

Fjórði leikur Hoffenheim í röð án sigurs en á sama tíma fimmti sigur Augsburg í síðustu sex leikjum. Hoffenheim er í 8. sæti eftir leik kvöldsins og Augsburg í tíunda sæti, stigi á eftir Hoffenheim.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 13 12 1 0 49 9 +40 37
2 RB Leipzig 14 9 2 3 29 16 +13 29
3 Dortmund 13 8 4 1 23 11 +12 28
4 Leverkusen 14 8 2 4 30 19 +11 26
5 Hoffenheim 14 8 2 4 29 20 +9 26
6 Eintracht Frankfurt 14 7 3 4 29 29 0 24
7 Stuttgart 13 7 1 5 21 22 -1 22
8 Union Berlin 14 5 3 6 19 23 -4 18
9 Köln 14 4 4 6 22 23 -1 16
10 Freiburg 13 4 4 5 20 22 -2 16
11 Gladbach 14 4 4 6 18 22 -4 16
12 Werder 13 4 4 5 18 24 -6 16
13 Wolfsburg 14 4 3 7 20 24 -4 15
14 Hamburger 14 4 3 7 15 24 -9 15
15 Augsburg 14 4 1 9 17 28 -11 13
16 St. Pauli 14 3 2 9 13 26 -13 11
17 Heidenheim 14 3 2 9 13 30 -17 11
18 Mainz 13 1 3 9 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner
banner